XIII.

So segir Drottinn til mín: [ Gakk burt og kaup þér einn léreftslinda og umgyrtu þínar lendar þar með og gjör hann ekki votan. Og eg keypta mér linda eftir skipan Drottins og batt hann um mínar lendar. Þá skeði orð Drottins í annað sinn til mín og sagði: Tak þann lindann sem þú keyptir og battst um þínar lendar og bú þig og gakk í burt til Euphrates og fel hann þar í einnri bjargskoru. Eg gekk þangað og faldi hann hjá Euphrates so sem það Drottinn hafði mér boðið. Og að liðnum löngum tíma eftir það sagði Drottinn til mín: Bú þig og far þú í burt til Euphrates og sæk þú þann linda aftur sem eg bauð þér að fela þar. Eg gekk í burt til Euphrates og gróf hann upp og tók lindann úr þeim stað sem eg hafði falið hann og sjá þú, að sá lindinn var skemmdur og til einskis neytur.

Þá skeði orð Drottins til mín og sagði: [ So segir Drottinn: Eins líka þá vil eg skemma þá hina miklu drambsemina Júda og Jerúsalem, þá illu þjóð sem ekki vill heyra mín orð heldur ganga þeir eftir sínum sjálfs hjartans hugþokka og eftirfylgja annarlegum guðum, þjóna þeim og tilbiðja þá. Þeir hinir sömu skulu eins so verða sem að sá lindinn er hver að nú dugir ekki til neins. Því að líka so sem það maðurinn bindur lindann um sínar lendar, eins líka þá hef eg, segir Drottinn, umgyrt allan Ísraelslýð og það gjörvallt húsið Júda um kring mig so að þeir skyldu vera mitt fólk til nafnfrægðar, lofs og dýrðar, en þeir vilja ekki heyra.

So seg þú nú þessi orð: [ So segir Drottinn Guð Ísraels: Allir leglar skulu fyllast með vín. Þá munu þeir segja: „Hver er sá að hann viti eigi það að leglarnir skulu með víni fylltir vera?“ En seg þú til þeirra: So segir Drottinn: Sjá þú, eg vil flla þá alla sem byggja í þessu landi, kóngana sem sitja upp á Davíðs stóli, prestana og prophetana og alla innbyggjarana í Jerúsalem so að þeir skulu drukknir verða og eg vil so í sundur dreifa einum sem öðrum, feðrunum ásamt með börnunum, segir Drottinn, og eg vil hverki spara eður vægja né miskunnsamur vera yfir þeirra fordjörfun.

So heyrið nú og hyggið að því og stær þig ekki því að Drottinn hefur talað það sama. Gefið Drottni Guði yðrum dýrðina fyrr en það myrkt verður og áður en það yðrir fætur reka sig á þau [ myrkvu björgin. Þar eð þér væntið ljóssins þá mun hann þó með öllu gjöra það bæði myrkt og dimmt. En þó þér viljið ekki heyra þetta þá hlýtur þó samt mín sála heimuglegana að gráta yfir slíkri drambsemi. Mín augo þau hljóta í tárum að fljóta það hjörðin Drottins verður so hertekin.

Seg þú kónginum og drottningunni: Setjið ykkur niður því að kórónan vegsemdarinnar er dottin af ykkru höfði. Staðirnir í mót suðrinu eru afturlæstir og þar er sá enginn sem upplúki þeim, gjörvallt Júda er í burt flutt. Upplyftið yðar augum og sjáið, hvernin að þeir koma hingað af norðrinu. Hvað er nú sú hjörðin sem þér var á hendi fólgin, þín herlega hjörð? Hvað viltu til segja nær eð hann mun so heimsækja þig? Því að þú hefur vanið þá so á móti þér það þeir vilja vera höfðingjar og höfuðsmenn. Hvað gildir það að angist mun yfir þig koma so sem einnrar jóðsjúkrar konu. Og nær eð þú vilt so segja í þínu hjarta: „Hvar fyrir mun mig henda soddan?“ Fyrir fjölda sakir þinna misgjörða þá er faldur þíns klæðnaðar uppflettur og þínir fótleggir augsýndir (með valdi).

Kann nokkuð Blámaðurinn að skipta um sinn skinnslit eða einn pardus um sína flekka? [ Eins líka so þá kunni þér ekki gott að gjöra af því að þér eruð vanari til hins vonda. Þar fyrir þá vil eg í sundur dreifa þeim so sem grasstráum þau eð fyrir stórviðri fjúka af eyðimörkinni. Það skal þín laun vera og þín hlutdeild sem eg hefi þér til mælt, segir Drottinn. Af því þú hefur forgleymt mér og treyst upp á lygarnar, þar fyrir vil eg láta einnin þínum klæðsaumum hátt uppfletta so að þín blygðan megi vel sjást. Því að eg hefi séð þína hórdóma, þitt lauslæti, þínar hóranir, já þínar svívirðingar, bæði upp á hæðunum og á akurlöndunum. Vei þér Jerúsalem, nær viltu þó nokkurn tíma verða hrein?