Hann gjörði og brennifórnaaltari af trjám setím, fimm álna langt og breitt, rétt ferskeytt, og þriggja álna hátt. [ Og hann gjörði fjögur horn. Þau stóðu upp úr fjórum hyrningum altarisins, og yfirsló það utan með kopar, og gjörði allt það sem heyrði til altarisins: Öskupönnur, sleifar, mundlaugar, matkróka, eldpönnur, allt þetta af kopar. [ Og gjörði eina grind í kringum altarið sem eitt net af kopar, frá neðanverðu og upp til miðs á altarið. Og steypti fjóra hringa á þeim fjórum hornum á kopargrindinni að stinga stöngunum þar í sem hann hafði gjört af trjám setím og sló þær með kopar og stakk þeim í hringana á síðuna við altarið til að bera það með. Og gjörði það holt að innan.

Hann gjörði og vatnkerið af kopar og þess stétt af kopar, þvert yfir frá [ konunum sem þjónuðu fyrir vitnisburðardyrunum.

Hann gjörði og eirn garð í mót suðri með einu langtjaldi af hvíttvinnuðu silki, hundrað álna langt, með sínum tuttugu stólpum og tuttugu fótum af kopar, en þeirra hnappar og laufverk af silfri. Líka svo á þá nyrðri síðu hundrað álna með tuttugu stólpum og tuttugu fótum af kopar, en þeirra hnappar og laufverk af silfri. En á þá vestri síðu fimmtygi álna, með tíu stólpum og tíu fótum, með þeirra hnöppum og laufverki af silfri. En á þá eystri síðu fimmtygu álna, á hvora síðu portsins fimmtán álnir, já með þrimur stólpum og þrimur fótum. Og allt tjaldið tjaldbúðargarðsins var af hvíttvinnuðu silki og fæturnir til stólpanna af kopar og þeirra hnappar og laufverk af silfri, svo að þeirra höfuð voru slegin með silfri, en þeirra laufverk af silfri, á öllum garðsins stólpum.

Og fortjaldið í inngöngu garðsins lét hann saumast með gulu silki, skarlati, purpura og hvíttvinnuðu silki, tuttugu álna langt og fimm álna hátt, eftir þeim mælir sem tjöldin tjaldbúðargarðsins voru. [ Þar til fjóra stólpa og fjóra fætur af kopar og þeirra hnappa af silfri og þeirra höfuð slegin og þeirra kransar af silfri. Og allir hælar til tjaldbúðarinnar og til garðsins rétt um kring voru af kopar.

Þetta er verkfæri vitnisburðarbúðarinnar sem nú eru upp talin sem Móses hafði sagt til Guðs þénustugjörðar sem Levítarnir skyldu halda undir Ítamars, Arons prests sonar hendi. Og þetta tilreiddi Besaleel, son Úrí, son Húr, af ætt Júda, allt sama, líka sem Drottinn bauð Móse, og Ahalíab Ahísamaksson af ætt Dans með honum. Því hann var meistara hagleiksmaður til að skera út og að stanga með gulu silki, skarlati, purpura og hvítu silki.

Allt það gull sem smíðað var til þessa alls helgidómsbúnings það sem gefið var til upplyftingaroffurs er níu og tuttugu centener sjö hundruð og þrjátygi siklar, eftir helgidómsins sikli. [ En silfrið sem frá almúganum kom var hundrað centener, þúsund fimm hundruð sjötygu og fimm siklar, eftir helgidómsins sekel, af öllum þeim sem taldir voru frá tuttugu árum og þar yfir, sex sinnum hundrað þúsund þrjú þúsund fimm hundruð og fimmtygi.

Af því hundraði centener silfurs steyptu menn fæturnar til helgidómsins og fæturnar til fortjaldsins, hundrað fætur af hundrað centener, já eitt centener í hvörn fót. En af því þúsund sjö hundruð sjötygu og fimm sekel gjörðu menn hnappa ofan á stólpana og þeirra höfuð og þeirra laufverk.

En koparinn sem gefinn var til upplyftingaroffurs var sjötygi centener tvö þúsund og fjögur hundruð sekel. Þar af gjörðu menn fæturnar til dyranna fyrir vitnisburðartjaldbúðina og koparaltarið og kopargrindirnar þar í og allt það sem heyrði til altarinu, þar til fæturnar til garðsins allt um kring og fæturnar til portsins á garðinum, allan saum til tjaldbúðarinnar og alla hæla til tjaldbúðargarðsins allt um kring.