XIII.

Og á þessum tíma var lesin Mósesbók fyrir fólksins eyrum og þar fannst skrifað inni að Ammoniter og Moabiter skyldu aldrei koma í Guðs samkundu sökum þess að þeir komu ekki í móti sonum Ísrael með brauðum og vatn og þar fyrir að þeir til fengu Balaam mót þeim að hann skyldi bölva þeim en vor Guð sneri þeirri bölvan í blessan. [ En sem þeir heyrðu svoddan lögmál skildu þeir alla framandi menn frá Ísrael. Og áður hafði Eljasíb kennimaður lagt í féhirsluna húss Drottins offur Tobía. [ Því hann hafði gjört þeim eina stóra hirslu hvar út í þeir höfðu áður lagt matoffur, reykelsið, kerin og tíundirnar af korninu, víninu og viðsmjörinu eftir boði Levítanna, söngvaranna og dyravörslumannanna og þar með og einnin prestanna upplyftingar.

En um þetta bil var eg ekki í Jerúsalem þá þeir frömdu þvílíkt. Því að á því tólfta og tuttugasta ári Artaxerxes kóngs af Babýlon kom eg til kóngsins og eftir nokkra daga fékk eg mína bón af kónginum að fara til Jerúsalem. Og eg merkta að það var ekki gott sem Eljasíb hafði gjört við Tobía að hann gjörði honum eina hirslu í garðinum hjá Guðs húsi og það mislíkaði mér mjög. Og eg kastaði öllum kerum Tobie húss út úr kistunni og bauð þeim að hreinsa hana. Og eg lét þangað aftur kerin Guðs húss, matoffur og reykelsi.

Og eg fornam að Levítanna partur var þeim ekki gefin og því voru Levítarnir og söngvararnir í burt flýðir hver til síns akurs og arfiðis. [ Þá ávítaði eg þá yppustu og sagði: „Því yfirgefum vér Guðs hús?“ En eg heimti þá saman og skikkaði þá í sínar stöður. Þá færði allur Júda þeim tíundir af korni, víni og viðsmjöri í kornhlöðurnar. Og eg setta yfir kornhúsin Selemja kennimann og Sadók þann skriftlærða og af Levítunum Pedaja og undir þeirra hönd Hanan son Sakúr, sonar Matanja, því þeir voru reyndir að trú. Og þeim var bífalað að útskipta því með þeirra bræðrum. Minn Guð, minnst þú mín fyrir það og afmá ekki mín miskunnarverk sem eg hefi gjört við míns Guðs hús og við hans varðveitingar.

Á þeim sama tíma sá eg í Júda að þeir tráðu vínþrúgur um sabbatsdaginn og innfærðu bindini og asna klyfjaða með vín, vínber, fíkjur og allsháttaðar byrðir og fluttu þetta til Jerúsalem á sabbatsdeginum. [ Og eg vitnaði fyrir þeim á þeim sama degi þá þeir seldu fæðslurnar. Þar bjuggu og nokkrir af Tyro. Þeir fluttu þangað fisk og allsháttaða vöru og seldu það sonum Júda og Jerúsalem um þvottdaginn. Þá straffaði eg og ásakaði þá yppurstu í Júda og sagði til þeirra: „Hver er illska þessi sem þér gjörið að þér brjótið sabbatsdaginn? Gjörðu eigi vorir feður svo og vor Guð leiddi alla þessa ólukku fir oss og yfir þennan stað? Og þér aukið enn meiri reiði yfir Ísrael í því að þér brjótið þvottdaginn.“

Og þegar portin í Jerúsalem voru upplátin um þvottdaginn þá bauð eg að láta þau aftur og bífalaði að þeim skyldi ekki upplokið fyrr en eftir sabatsdaginn. Og eg skikkaði nokkra af mínum þénurum til staðarportanna að þar skyldu öngvar byrðar berast inn um sabatsdagana. Þá voru kramararnir og kaupmennirnir um nóttina utan fyrir Jerúsalem með allra handa vöru og það skeði eitt sinn eða tvisvar. Þá vitnaði eg fyrir þeim og eg sagði til þeirra: „Því eru þér á náttarþeli í kringum múrana? Ef þér gjörið það enn eitt sinn þá skal eg leggja hendur á yður.“ Og frá þeim tíma komu þeir ekki á þvottdögum. Og eg sagða til Levítanna sem voru hreinir að þeir skyldu koma og geyma portin og helga sabatsdaginn. Minn Guð, minnst þú mín fyrir þetta og þyrm mér eftir þinni mikilli miskunn.

Eg sá og á þeim sama tíma að Gyðingarnir tóku sér eiginkonur af Asdód, Ammón og Móab. [ Og þeirra synir töluðu að helmingi tungumál þeirra í Asdód en kunnu ekki að tala Gyðingamál heldur töluðu þeir hvers fólks máltæki. Og eg ávítaði þá og bölvaði þeim og sló nokkra af þeim og fóttrað þá. Og eg lét þá sverja mér eið við Guð: „Þér skuluð ekki gefa yðar dætur þeirra sonum eða taka þeirra dætur til yðvara sona eður til yðar sjálfra. Hefur ekki Salómon Israeliskóngur syngast í þessu? Og þar var þó enginn kóngur honum líkur á millum margra heiðingja og hann var kær sínum Guði og Guð setti hann til eins kóngs yfir allan Ísrael. Þó komu þær útlensku kvinnur honum til að syndgast.

Hafi þér ekki það heyrt að þér gjörið mikla vonsku og þér misgjörið við vorn Guð í því að þér takið útlenskar kvinnur?“ Og einn af sonum Jójada sonar Eljasíb ypparsta kennimanns, hann hafði gjört tengdir við Senaballat Horoniter. En eg rak hann frá mér. Minnst þú þeirra, minn Guð, sem að saurga kennimannskapinn og prestanna sáttmálann og Levítanna. So hreinsaði eg þá af öllum útlendingum og setti varðhald presta og Levíta, hvern til sinnar þjónustu, til að offra viðinum í tilsettan tíma og frumfórnum. Minnst þú á mig, minn Guð, til hins góða.

Endir á bók Nehemía.