CIIII.

Lof seg þú Drottni, önd mín, Drottinn minn Guð, næsta vegsamlegur þá ertu, fagurlegana og dýrðlega ertu prýddur.

Ljósonu ertu skrýddur svo sem öðru klæði, þú útbreiðir himininn sem annað vefnaðartjald. [

Þú hvelfir hann ofan með vötnunum, þú fer á skýjunum sem á öðrum vagni og gengur á fjöðrum vindsins.

Þú sem gjörir þína engla að vindsanda og þína þénara að eldsloga, [

þú sem grundvallað hefur jarðríkið yfir sinni staðfestu so að það blífur um aldur og ævi. [

Meður undirdjúpinu hylur þú það so sem með öðru klæði og vötnin standa upp yfir fjöllunum.

En fyrir þinni ströffun þá flýja þau, fyrir hljóði þinnar reiðarþrumu fara þau burt þaðan.

Fjöllin þau gnæfa hátt upp og dalirnir þeir lægja sig þar undir, út í þeim stað sem þú hefur þau grundvallað.

Takmark hefur þú sett, þar komast þau ei út yfir og þau mega ekki jörðina að nýju hylja.

Þú lætur brunnana uppspretta í smádölunum so það vötnin framfljóta milli fjallanna

so það öll dýr á mörkunum fái að drekka og það villidýrin slökkvi sinn þorsta.

Hjá þeim hinum sömum sitja fuglar loftsins og syngja á millum viðarkvistanna.

Þú vökvar fjöllin hér ofan að, þú fyllir landið af ávextinum sem þú gefur.

Þú lætur grasið uppspretta fyrir fénaðinn og kornsæðið mönnum til nytsemda so það þú útleiðir brauðið af jörðunni

og að vínið gleðji mannsins hjarta og að hans ásjón hýrleg verði út af viðsmjörinu og að brauðið styrki mannsins hjarta,

so það [ skógartrén Drottins standa hlaðin með [ frjóvgan, þau sedrustrén í Líbanon sem sjálfur hann hefur plantað.

Þar hreiðra sig fuglarnir og storkarnir byggja upp í greniviðartrjánum.

Þau hávu björgin eru steingeitanna athvarf og bjargskorurnar [ smádýranna inni.

Þú gjörir tunglið, árinu þar eftir að skipta, sólin hún veit sína niðurgöngu.

Þú gjörir myrkt so að nóttin verður, þá hreyfa sér öll villudýr.

Þau inu ungu leónin grenja þá eftir bráðinni og leita sinnar fæðslu af Guði.

En nær sólin gengur upp taka þau sig í burt þaðan og leggja sig í sitt bæli.

Þá gengur maðurinn út til síns verks og er að sinni vinnu allt til kveldins.

Drottinn, hversu mikil og mörg að eru þín verk, öll hefur þú þau með speki tilsett og jörðin er full af þinni góðgirni.

Sjávarhafið það sem er svo vítt og mikið, þar sveima inni óteljanlegar bæði smár kindur og stórar. [

Þar í gegnum ganga skipin, þar inni eru þeir hvalir hverja eð þú hefur gjört so það þeir leika sér þar inni.

Þetta vonar allt upp á þig so að þú gefur þeim fæðslu í hallkvæmam tíma. [

Nær eð þú gefur þeim þá samansafna þeir, nær eð þú upplýkur þinni hendi þá verða þeir með [ góðsemd saddir.

Hylur þú þitt andlit þá skelfast þeir, þú í burt tekur þeirra andardrátt, þá fyrirfarast þeir og verða svo aftur að dufti.

Þú útsendir þinn anda, þá skapast þeir og þú endurnýjar augsýn jarðarinnar.

Dýrðin Drottins er eilífleg, Drottinn hann hefur þóknan á sínum verkum.

Hann álítur jörðina, þá skelfur hún, hann áhrærir fjöllin, þá rýkur af þeim.

Eg vil lofsyngja Drottni mína lífdaga og minn Guð lofa æ so lengi sem eg er.

Mín ræða verði honum þægileg en eg gleðst í Drottni.

Hinir syndugu verða í burt sviptir af jörðu og hinir óguðhræddu so að þeir sé ei lengur. Lof seg þú, önd mín, Drottni. Halelúja.