II.

Á því tuttugasta ári Artaxerxes kóngs í þeim mánuði Níssan þá að vínið stóð fyrir honum þá tók eg vínið og rétta eg það að kónginum og eg sá mjög sorglega út fyrir honum. [ Þá sagði kóngurinn til mín: „Því ert þú so dapur að sjá en ert þó ekki sjúkur? Það er eigi þess kyns heldur ert þú hugsjúkur.“ Og eg varð mjög óttasleginn og sagði til kóngsins: „Minn herra kóngur lifi ævinlega. Skyldi eg ekki dapur vera? Því sú borgin sem minna feðra greftrarhús er í liggur í eyði og hennar port eru uppbrennd með eldi.“ Þá sagði kóngurinn til mín: „Eftir hverju beiðist þú þá?“ Þá bað eg Guð á himnum og sagði til kóngsins: „Sé það kóngsins vilji og þóknist þinn þénari þér að þú viljir þá senda mig til Júda, til minna feðra legstaðar, að eg mætti uppbyggja hann.“ Þá svaraði kóngurinn mér og drottningin sem sat hjá honum: „Hversu lengi verður þú á leiðinni og nær vilt þú koma aftur?“ Og það þóknaðist kónginum og hann gaf mér fararleyfi. Og eg setti honum ákveðinn tíma. Og eg sagða til kóngsins: „Sé það kóngsins vilji þá gefi hann mér bréf til landsfóvitanna sem hinumegin vatsins eru að þeir fylgi mér þar yfir um þar til eg kem í Judeam, so og bréf til Assaf kóngsins höfðingja yfir skógunum, að hann gefi mér viðu til bjálka til portanna í kóngsins herbergi sem er hjá musterinu og staðarmúrunum og til þess hússins í hvert eg fer.“ Og kóngurinn gaf mér eftir því sem míns góða Guðs hönd var yfir mér. Og sem eg kom til landsfóvitanna hinumegin vatsins fékk eg þeim kóngsins bréf. Og kóngurinn sendi höfuðsmenn og riddaralið með mér.

En sem Saneballat Horoniter og Tobías einn Ammoniter þénari heyrðu þvílíkt þá gramdist þeim mjög við þetta að þar var einn maður kominn sá nokkurs góðs vildi leita Israelissonum. [

En sem eg kom til Jerúsalem og hafði verið þar í þrjá daga tók eg mig upp um nótt og fáir menn með mér því að eg sagða öngvum manni hvað minn Guð hafði gefið mér í sinni að gjöra í Jerúsalem og þar var engin lifandi skepna með mér utan það dýr sem eg reið á. [ Og eg reið um nóttina út af því Dalsportinu hjá Drekabrunni og til þess Mykjuports og það angraði mig að Jerúsalem múrveggir voru so niðurbrotnir og borgarhliðin svo uppbrennd. Og eg gekk yfir til Brunnportsins og til kóngsins fiskidíkis og þar var ekkert rúm að mitt dýr kynni að ganga fram undir mér. Þá fór eg um nóttina að læknum og það angraði mig að eg sá svo til múranna. Eftir það sneri eg mér og kom svo heim aftur að Dalportinu.

En fyrirmennirnir vissu ekki hvert eg var farinn eða hvað eg gjörða. Því að allt hér til hafða eg ekki neitt sagt Gyðingunum, prestunum, ráðsherrunum og þeim yppustu eður nokkrum öðrum sem voru að verkinu. Þá sagða eg til þeirra: „Þér sjáið í hverri ólukku að vér erum staddir að Jerúsalem er í eyði og hennar port eru uppbrennd með eldi. Komið og byggjum upp múra Jerúsalem svo vér séum ekki lengur svo forsmáðir. Og eg kunngjörði þeim öllum míns Guðs hönd hver eð góð var yfir mér, svo og kóngsins orð sem hann sagði til mín. Og þeir andsvöruðu: „Tökum oss upp og uppbyggjum þá.“ Og vér byggðum og þeirra hendur styrktust til hins góða.

En sem þeir Senaballat Horonites og Tobía sá Ammonites þénari af Gósem af Arabia heyrði þetta þá spottuðu þeir oss og sögðu: [ „Hvað er það sem þér gjörið? Vilji þér enn falla frá kónginum?“ Þá svaraði eg þeim og sagða: „Guð á himnum mun láta oss þetta vel lukkast því vér, hans þénarar, höfum tekið oss upp til þessarar byggingar. En þér eigið ekkert hlutskipti né réttindi né nokkra minning í Jerúsalem.“