VIII.

Eg kunngjöri yður, kærir bræður, þá Guðs náð sem gefin er þeim söfnuði í Macedonia. [ Því að þeirra fögnuður var þá yfirgnæfanlegur þann tíð þeir urðu fyrir mörg harmkvæli reyndir. Og þótt að þeir væri nærsta fátækir þá hafa þeir þó ríkuglega gefið í öllum einfaldleik. Því að eftir öllu megni (það vitna eg) og yfir megn fram voru þeir sjálfviljugir og beiddu oss með mörgum áminningum það vér meðtækjum þá góðgjörð og samlag nauðþurftarinnar sem heilögum veitist. Og eigi sem vér vonuðum heldur gáfu þeir í fyrstu sjálfa sig Drottni og oss eftir það fyrir Guðs vilja sakir það vér hlutum að áminna Titum eftir því hann hafði áður upphafið, so skyldi hann og fullenda slíka velgjörð yðar á milli. [

En líka sem þér yfirgnæfið í öllum greinum, í trúnni, í orðum, í viðurkenningunni og í allri kostgæfni og í yðrum kærleika til vor, so afrekið einnin það þér yfirgnæfið og í þessari velgjörð. Eg segi ekki sem boði eg það heldur með því að hinir aðrir eru so kostgæfnir þá reyni eg yðvarn kærleika hvort hann er af réttum huga. Því þér vitið náð Drottins vors Jesú Christi það þótt hann væri ríkur varð hann þó volaður yðar vegna, upp á það þér yrðuð fyrir hans fátækt auðugir.

Og mitt ráð gef eg í þessu. Því að þetta er yður nytsamlegt, þér sem upp hafið byrjað fyrir tólf mánuðum, eigi einasta gjörninginn heldur jafnvel viljann. Því fullkomnið nú og einnin gjörninginn upp á það líka sem að þar er hneigilegur hugur til viljans so sé þar og einnin hneiganlegur hugur til gjörningsins af því sem þér hafið til. Því fyrst hann er góðviljaður þá er hann þakknæmur eftir því sem hann hefur til en eigi eftir því sem hann hefur ekki.

Eigi sker það í þá meining það aðrir hafi hvíld en þér hrelling heldur að það sé jafnt. So þjóni yðar gnægð þeirra þurft í þessari hallæristíð upp á það að þeirra gnægð eftir á þjóni yðvarri þurft svo að það verði jafnt, sem að skrifað er: „Sá er miklu safnaði hafði ekkert afgangs og sá er litlu safnaði hann hafði öngvan brest.“ [ En Guði sé þakkir sem slíka fyrirhyggju hefur gefið í hjarta Titi til yðar. [ Því að hann meðtók að sönnu þá áminning. En með því hann var so mjög kostgæfinn er hann af sínum eigin vilja til yðar farinn.

En vér sendum með honum vorn bróður þann er lof hefur í evangelio um allar samkundur. Og eigi alleinasta það heldur er hann einnin skikkaður út af samkundunum oss til förunauts til þessarar velgjörðar sem fyrir oss verður samansöfnuð Drottni til sæmdar og yðar góðum vilja til afhalds og að gæta þess að enginn mætti eftir oss segja nokkuð vont, slíkrar auðigrar hjálpar vegna sem fyrir oss verður samandregin og vakta að það færi sæmilega, eigi alleina fyrir Drottni heldur einnin líka fyrir mönnum.

So höfum vér og sent með þeim bróður vorn þann vér höfum oft reynt í mörgum greinum það hann sé kostgæfinn en nú miklu kostgæfnari. Og vér höfum mikið traust á yður, sé það Títus vegna (sem er minn lagsmann og hjálparmann yðar á milli) eður vegna vorra bræðra (hverjir að eru postular samkundanna og dýrðar Krists). Fyrir því hafið í ljósi auðsýning yðvars kærleika og vorrar hrósunar um yður viður þessa, einnin í augliti safnaðanna.