CXVI.

Það sama er mér ljúft, það Drottinn heyrir mína raust og mína grátbeiðni,

það hann hneigir sitt eyra til mín, þar fyrir vil eg og um mína lífdaga hann ákalla.

Fjötrarnir dauðans umkringdu mig, helvítis angist hafði snortið mig, eg rataði í eymd og ánauð. [

En eg kallaði á nafnið Drottins: „Ó Drottinn, frelsa þú sálu mína!“

Drottinn er líknsamur og réttferðugur og vor Guð hann er miskunnsamur.

Drottinn hann varðveitir lítilmagnana, þá eð eg var niðurlægður frelsaði hann mig.

Vertu til friðs, mín sál, enn að nýju, því Drottinn veitir þér hið góða.

Því þú hefur útrykkt minni sálu úr dauðanum, augum mínum af tárföllunum, fótum mínum frá hrösuninni.

Eg vil ganga frir Drottni á jörðu lifandi manna.

Eg trúi, þar fyrir þá tala eg en eg verð næsta mjög þvingaður.

Eg sagði út í minni angist: [ „Allir menn þa eru [ ljúgarar.“

Hvað skal eg Drottni endurgjalda fyrir allar hans velgjörðir þær eð hann veitir mér? [

Þann hjálpræðisins kaleik vil eg meðtaka og nafnið Drottins kunngjöra. [

Eg vil gjalda Drottni mín heit fyrir öllu hans fólki.

Dauði hans heilagra er dýrmætur haldinn, í augliti Drottins.

Ó Drottinn, eg em þinn þjón, eg þinn þræll, sonur þinnar ambáttar, þú hefur mínar fjötranir í sundurslitið.

Þér vil eg offra lofsins offur og nafnið Drottins prédika.

Eg vil gjalda Drottni mín heit fyrir öllu hans fólki,

út í fordyrunum á húsi Drottins, mitt í þér, Jerúsalem. Halelúja.