VIII.

Deildu ekki við þér máttugra mann so að þú fallir ekki honum í hendur. Kífa ekki við ríkan mann so hann verði þér ekki of þungur því að margir láta féð tæla sig og það bregður einnin hjörtum kónganna. Þrátta ekki við málskapsmann so að þú berir ei við að hans eldi. Skipt ekki samansræðum við heimskan mann so að hann orðlýti ekki þína ætt.

Bregð þú þeim ekki um sína synd er sig bætt hefur og hugsa þú að allir vær erum nokkurs sakaðir. Forsmá ekki ellina því vér þenkjum oss einnin gamlir að verða.

Hlakka ekki yfir dauða óvinar þíns. Minnstu þess vér hljótum allir að deyja.

Forakta ekki hvað hyggnir menn tala, réttu þig heldur eftir þeirra orðum því að af þeim máttu nokkuð læra og hversu þú skalt haga þér hjá miklum mönnum.

Þú skalt ekki þykjast klókari gömlum, hyggnum mönnum það líka hafa þeir numið af sínum foreldrum og af þeim kanntu að læra hvernin þú skalt andsvara þegar þörf vinnur.

Kveik þú ekki upp [ eld óguðrækinna manna so að þú ekki með þeim brennir.

Ertu ekki upp háðungarfullan mann so að hann snúi ekki til vonda þínum orðum.

Lána ekki þér völdugra manni. [ En ef þú lánar honum reikna þú það þó sem glatað.

Gakk ekki í borgun yfir þitt megn. En ef þú það gjörir hugsa þú að bitala.

Klagast ekki á við dómarann því menn leggja úrskurð á eftir því sem hann vill.

Drag ei til samfara með fífldjörfum manni so að hann komi þér ekki í ólukku því hann fer fram eftir því sem hann vill so þú hlýtur þá skaða að líða sakir hans fíflsku.

Deildu ekki við reiðinn mann og gakk ekki einnsaman yfir grundir með honum. Því að hann reiknar blóðsúthelling fyrir ekki og ef þú hefur öngva hjálp so myrðir hann þig.

Haf þú ekki ráðagjörð við [ heimska menn því að þeir hafa ekki alhuga við þig.

Fyrir frömundum gjör þú ekki neitt sem leynt skal vera því að þú veist ei hvað þar má af koma. Lát ekki þitt hjarta í ljósi fyrir hverjum manni að hann leggi þér ekki illa í þökk.