LVI.

So segir Drottinn: [ Varðveitið dóminn og gjörið réttvísina því að mitt hjálpræði er hartnærri so að það komi og mitt réttlæti svo að það opinbert verði. Sæll er sá maður sem svodant gjörir og sá mannsins sonur sem það staðfastlega höndlar það hann haldi þvottdaginn og saurgi hann ei og varðveiti sínar hendur það hann gjöri ei neitt vöndslegt.

Og sá hinn framandi sem sig hefur undirgefið Drottni skal ei segja: „Drottinn mun skilja mig í frá sínu fólki“ og sá sem geldur er skal ei segja: „Sjá þú, eg em eitt þurrt tré.“ Því að so segir Drottinn til þeirra sem geldir eru, þeir eð halda mína þvottdaga og útvelja það hvað mér vel þóknast og höndla fast minn sáttmála: Þeim mun eg gefa rúm í mínu húsi og innan minna múrveggja og betra nafn en sonar og dóttur. Eilíflegt nafn mun eg gefa þeim það ei skal forganga.

Og þeir annarlegir synir sem sig hafa gefið til Drottins so að þeir þjóni honum og elski hans nafn so að þeir sé hans þjónar, haldandi allir þvottdaginn so þeir saurgi hann ei og haldi fastlega minn sáttmála, þá sömu mun eg leiða til míns hins heilaga fjalls og mun gleðja þá í mínu bænahúsi so að þeirra fórnir og brennioffur skulu mér þakknæmar vera á mínu altari. [ Því að mitt hús kallast bænahús öllu fólki. Sá Drottinn Drottinn sem hina í sundurdreifðu af Ísrael samansafnar hann segir: Eg mun enn fleirum safna til þeirra sem samansafnaðir eru.

Öll dýrin á mörkinni, komið og étið, já öll dýrin í skóginum. Allir þeirra vökumenn eru blindir. [ Þeir vita alls ekki, hljóðalausir hundar eru þeir sem ekki kunna um að vanda, eru latir, liggja og sofa gjarnan, en eru þó sterkir og hraustir hundar sem aldrei kunna saddir að verða. Sjá, hirðarnir hafa öngvan [ skilning, hver þeirra sem einn hnígur að sínum sjálfs vegi, hver þeirra dregur að sér í sinni stétt. „Komið hingað, látum oss vínið sækja og drekkum oss drukkna og á morgun skal það vera so sem í dag og enn miklu framar!“

En sá hinn réttferðugi tortýnist og þar er enginn sem það hugleiði í sínu hjarta og heilagir menn verða í burt teknir og enginn hyggur að því. Því að hinir réttferðugu verða burt teknir frá ógæfunni og þeir sem réttferðuglega hafa gengið koma til friðar og hvílast í sínum svefnhúsum.