XVIII.

Og eftir það sá eg annan engil ofan fara af himni. Sá hafði mikla magt og jörðin upplýstist af hans birti. Og hann kallaði af valdi með hárri röddu og sagði: „Hún er fallin, hún er fallin, Babýlon hin mikla, og er djöflanna heimili orðin og hirsla alls óhreins anda og hirsla alls óhreins og óþakknæmilegs fugls. Því að af reiðinnar víni hennar hóranar hafa allar þjóðir drukkið og konungar jarðarinnar hafa með henni hóranir drýgt og hennar kaupmenn eru auðigir orðnir af hennar miklum munaðsemdum.“

Og eg heyrða aðra rödd af himni segja: „Útgangið af henni, mitt fólk, so að þér verðið eigi hluttakarar hennar synda upp á það þér meðtakið eigi nokkuð af hennar plágum. Því að hennar syndir ná allt til himins og Drottinn hugleiðir hennar ranglæti. Gjaldið henni svo sem hún hefur goldið yður og tvefaldið henni það tvefalt aftur eftir hennar verkum. Og með hverjum bikar það hún byrlaði yður, byrlið henni þar í tvefalt aftur. Hve mikið sem það hún dýrkaði sig og í sínu munaðlífi var so mikið innbyrlið henni kvalir og ekka. Því að hún segir í sínu hjarta: Eg sit og em drottning og eigi mun eg ekkja verða og öngvan trega mun eg líta. Þar fyrir munu hennar plágur á einum degi koma, dauði, harmur og hungur og með eldi mun hún brennd verða því að öflugur er Drottinn Guð sá er hana mun dæma.“

Og konungar jarðarinnar þeir sem meður henni hafa hóranir drýgt og í munaðsemd lifað munu gráta hana og kveina sér yfir henni nær þeir sjá reyk af hennar bruna. Þeir í fjarlægð standa fyrir hræðslu sakir hennar kvala og segja: „Vei, vei Babýlon, hin mikla borg, sú hin sterka borg! Á einnri stundu er kominn hennar dómur!“ Og kaupmenn jarðar munu gráta og harma yfir henni það þeirra kaupeyri man enginn kaupa meir, kaupeyri gulls og silfurs og gimsteina og perlur og silki og purpura og skarlat og allsháttaðan dýrindis við og allsháttuð ker af fílabeinum og allra handa ker af dýrmætum viði og af eiri og af járni og marmara og jurtir og smyrsl, reykelsi og vín og viðsmjör, similiu og hveiti, kvikfé og sauði, hesta og vagna og líkama og sálir mannanna.

Og það aldini þar þín sála hafði girnd á er frá þér vikið og allt hvað feitt og frjálslegt var það er frá þér vikið og þú munt það eigi lengur finna. Kaupmenn þessarar vöru hverjir af henni auðigir orðnir eru munu fjarlægt standa af hræðslu hennar kvala, grátandi og harmandi, og segja: „Vei, vei, hin mikla borg, sem með silki, purpura og skarlati var klædd og með gulli var fáguð og gimsteinum og perlum! Því að á einni stundu er slíkur ríkdómur að öngu orðinn!“

Og allir skipstjórnarmenn og allur sá skari sem á skipum handtérar og skipverjar þeir á sjónum handtéra stóðu í fjarska og kölluðu þá þeir sáu reykinn af hennar bruna og sögðu: „Hver er líkur þessari hinni miklu borg?“ Og þeir jusu moldu yfir höfuð sér og kölluðu grátandi og harmandi og sögðu: „Vei, vei, sú hin mikla borg, í hverri auðigir eru orðnimr allir þeir sem skipin höfðu á sjónum með hennar vöru því að í einni stundu er hún í eyði lögð!“

Gleð þig yfir henni, himinn, og þér heilgair, postular og spámenn! Því að Guð hefur yðvarn dóm á henni dæmt. Og einn öflugur engill tók upp stein, stóran sem kvarnarstein, og kastaði honum í sjóinn og sagði: „So mun með einum gný útkastast hin mikla Babýlon og eigi meir fundin verða. Og söngmannarödd og hörpusláttara- og þeirra í pípur blása og í lúðra þeyta skal eigi meir heyrast í þér og enginn embættismaður hvers sem helst embættis hann er skal meir í þér fundinn verða, kvernarhljóð skal eigi meir í þér heyrt verða og rödd brúðgumans og brúðurinnar skal eigi meir í þér heyrð verða. Því þínir kaupmenn voru höfðingjar á jörðu. Því að fyrir þína fjölkynngi fóru villar allar þjóðir og blóðið spámannanna og heilagra er í henni fundið og allra þeirra sem á jörðu eru í hel slegnir.“