XXIX.

Job hóf enn upp aftur sína eftirlíking og sagði: [ „Eg vilda að eg væri líka sem eg var á þeim fyrrum mánuðum, á þeim dögunum þá eð Guð hann varðveitti mig, þann tíð að hans ljóslogi skein yfir mínu höfði og eg gekk við hans ljós í myrkrinu, so sem þá eg var á þeim æskualdri míns ungdóms þá eð Guðs leyndur dómur var yfir mínu heimili, þann tíð Hinn almáttugi var með mér og mín börn í kringum mig, þá eð eg þvoða mín fótspor í [ smjöri og steinbjörgin úthelltu mér viðsmjörslækjum, þá að eg gekk til borgarhliðanna og lét tilbúa minn stól á strætinu, þá hinir ungu menn sáu mig og þeir földu sig og þá hinir gömlu stóðu upp fyrir mér, þá eð höfðingjarnir gáfu upp að tala og héldu sínum höndum fyrir sinn munn, þá eð raustin hershöfðingjans byrgði sig og tungurnar á þeim loddu við þeirra góma. Því að hvers þess eyra sem mig heyrði þa prísaði mig lofsamlegana og hvers auga sem mig sá hann hældi mér.

Því að eg frelsaði hinn fátæka þá eð hann kveinaði og þann hinn föðurlausa sem öngvan hjálparmann hafði. Hans blessan sem fordjarfast átti hún kom yfir mig og eg gladdi hjarta ekkjunnar. Réttvísin var minn klæðnaður hverri eg íklæddi mig sem öðrum kyrtli og dómurinn var míns veldishúfa. Augað hins sjónlausa var eg og fæturnar hins fótlama. Eg var faðir hins fátæka og hvert það málefni sem eg vissa ei það útspurða eg. Jaxlana hins rangláta í sundur braut eg og sleit það rangfengna úr hans tönnum. Eg þenkta so: Eg vil deyja í mínu hreiðri og gjöra mína daga svo marga sem sand. Mitt sæði það rann upp við vatnið og náttdöggin var yfir mínum kornskurði. Mín dýrð ánýjaði sig alltíð fyrir mér og minn [ bogi batnaði í minni hendi. Þeir hlýddu á mín orð og þögðu og hugðu allir að minni ráðleggingu. Eftir mína orðræðu þá talaði enginn fleira og mín mælska hún draup á þá. Þeir væntu eftir mér sem annarri döggu og opnum héldu þeir sínum munni líka sem eftir öðru kveldregni. Nær að eg [ brosti með þeim þá dirfðust þeir ekki við það og það ljósið míns auglits gjörði mig ekki minniháttar. Þá hvenar eg vildi fara til þessarar sýslanar þá varð eg að sitja hinn efsti og eg bjó á milli stríðsmannanna sem einn konungur, þá eð eg hugsvalaði þeim sem harmþrungnir voru.