XIX.

Þetta fréttir Jóab: „Sjá, kóngurinn grætur og syrgir Absaloms dauða.“ Og snerist öllu fólkinu þess dags sigur í sút því að fólkið heyrði á þeim degi sagt: „Kóngurinn harmar sinn son.“ Og fólkið skaut sér undan á þeim degi svo það kom ekki í borgina eins líka og það fólk stelst í burtu hver til skammar verður nær það flýr úr bardaga. Og kóngurinn byrgði sitt andlit, kallaði hárri röddu: „Aufui minn son Absalom, Absalom minn, son minn, son!“

Jóab gekk í húsið fyrir kónginn og sagði: „Á þessum degi hefur þú kinnroða gjört öllum þínum þénurum þeim sem í dag frelsuðu lít þitt, þinna sona, þinna dætra, þinna kvenna og þinna frillna, að þú elskar þá sem hata þig en hatar þá sem elska þig. Því að í dag sýnir þú það að ekki par hirðir þú um þína höfuðsmenn og þénara. Því eg merki sannlega í dag, hefði Absalom einnsaman lifað en vér værum allir dauðir þá mundi þér vel líka.

Nú þá rís upp og gakk út og veit blíð viðmæli þínum þénörum. Því þar sver eg um við Drottin: Ef að gangir þú ekki út þá mun ekki einn maður vera eftir hjá þér þessa nótt í gegnum. Og það verður þér verra en allt það vonda sem áður hefur komið yfir þig frá þínum ungdómi og allt til þessa.“ Þá reis kóngurinn upp og setti sig í portið. Og allt fólkið frétti það að kóngurinn sæti í portinu. Kom þá allt fólkið fyrir kónginn það hjá honum var. En Ísrael var flúinn hver til síns heimilis.

Og fólkið af Israelis kynkvíslum þráttaði sín í millum og sagði: „Kóngurinn hefur leyst oss af vorra óvina höndum og hann frelsaði oss af Philisteis höndum og hann varð nú að flýja landið fyrir Absalom. En Absalom er fallinn í bardaga, hvern vér höfðum smurt yfir oss. Því eru þér þá nú so kyrrir að þér leiðið ekki kónginn heim aftur?“

En kóngurinn sendi til Sadók og Abjatar kennimanna og lét segja til þeirra: „Talið við þá elstu í Júda og segið: Því vilji þér vera þeir hinir seinustu að leiða kónginn aftur í sitt hús?“ (Því orð alls Israelis hús voru komin fyrir kónginn í hans hús.) „Þér eruð mínir bræður, mín bein og mitt hold. Og því vilji þér þá vera hinir síðustu að leiða kónginn aftur? Og segið til Amasa: Ert þú ekki mitt bein og mitt hold? Guð láti mig ske það og það ef þú skalt ekki vera minn hershöfðingi yfir mér um alla þína daga í Jóabs stað.“ [

Og hann beygði allra manna hjörtu í Júda líka sem einn maður væri. [ Og þeir sendu til kóngsins: „Kom aftur, þú og allir þínir þénarar.“ Síðan kom kóngurinn aftur. En sem hann kom að Jórdan þá voru Júdamenn komnir í Gilgal og fóru ofan í móts við kónginn so þeir flytti kónginn utan yfir Jórdan.

Og Simeí son Gera, son Jemíní, sem bjó í Bahúrím, hann skundar með Júdamönnum ofan í mót Davíð og þar var þúsund manns með honum af Benjamín. [ Þar var sveinninn Síba af húsi Saul með sínum fimmtán sonum og tuttugu þrælum og þeir flýttu sér yfir Jórdan fram á veg fyrir kónginn og tilreiddu ferjur og flutninga að færa kóngsins fólk yfir um og þeir gjörðu það hvað honum þóknaðist.

Og Símeí son Gera féll fram fyrir kónginn þá hann var kominn yfir Jórdan og sagði til kóngsins: [ „Minn herra, reikna ekki rangindi mín og minnst þú ekki á það að þinn þénari styggði þig þann dag þá minn herra kóngurinn gekk af Jerúsalem og kóngurinn leggi það ekki á hjarta því þinn þénari meðkennir nú að eg hefi misgjört. Og sjá, eg er í dag þann fyrsti sem kominn er af öllu Jósefs húsi að fara ofan á móti mínum herra kónginum.“

Abísaí son Serúja svaraði og sagði: „Skyldi Símeí ekki þar fyrir deyja sá sem bölvað hefur Christo Drottins?“ Þá svaraði Davíð: „Hvað hefi eg með yður, þér synir Serúja, að þér viljið í dag vera mínir andskotar? Skyldi nokkur maður á þessum degi láta sitt líf í Ísrael? Eða meinar þú að eg veit ekki að eg er orðinn kóngur í dag yfir Ísrael?“ Og kóngurinn sagði til Símeí: „Eigi skalt þú deyja.“ Og þar upp á sór kóngurinn eið.

Mefíbóset sonur Saul kom og so ofan í móti kónginum. [ Hann hafði ekki hreinsað sínar fætur né sitt skegg og ekki þvegið sín klæði frá þeim degi sem kóngurinn hafði í burt gengið og allt til þess dags sem hann kom nú aftur með friði. En sem hann kom nú til Jerúsalem og mætti kónginum þá sagði kóngurinn til hans: „Hvað kom þar til að þú fórst ekki með mér, Mefíbóset?“ Hann svaraði: „Minn herra kóngur, minn þénari sveik mig. Því eg, þinn þénari, þenkti: Eg vil söðla einn asna mér til reiðar og fara so til kóngsins, því þinn þénari er fótahrumur. Ofan á þetta bar hann þinn þénara í róg við minn herra kóng. En minn herra kóngur er sem Guðs engill. Gjör hvað þér sýnist því að allt mitt föðurs hús var ekki annað en sem dauða fólk fyrir mínum herra kónginum. Svo hefur þú sett þinn þénara á meðal þeirra sem eta af þínu borði. Hver réttindi hefi eg framar meir eður hvað má eg tala við kónginn?“ Kóngurinn sagði til hans: „Hvað vilt þú meira tala um þín efni? Eg hefi það sagt: Þú og Síba skuluð skipta ökrönum ykkar í millum.“ Mefíbóset sagði til kóngsins: „Hann má taka það allt saman fyrst að minn herra kóngurinn er heim kominn með friði.“

Og Barsillaí af Gíleað kom ofan frá Róglím og færði kónginn yfir Jórdan og vildi fylgja honum lengra. [ Barsillaí var mjög hniginn á efra aldur, vel áttræður. Hann veitti kóngi fæðslur þá stund sem hann var í Mahanaím því hann var vellauðigur maður. Og kóngurinn sagði til Barsillaí: [ „Þú skalt fara hér yfir um með mér, eg vil fæða þig svo þú sért hjá mér í Jerúsalem.“ En Barsillaí sagði til kóngsins: „Hvað er eftir af aldri mínum að eg skyldi afgamall fara upp með kónginum til Jerúsalem? Eg er í dag áttatígi ára gamall. Hvernin kann eg greina hvað sætt er eður súrt eður að smakka hvað eg et eða drekk eður heyra hvað söngmenn eða söngkvinnur syngja? Hvar fyrir skal eg, þinn þénari, vera lengur til þyngsla mínum herra kóngi? Þinn þénari skal fylgja kónginum skammt frá Jórdan. Hvar fyrir vill kóngurinn veita mér slík laun? Lát þinn þénara snúa aftur so að eg megi deyja í minni borg og grafinn vera í gröf míns föðurs og minnar móður. Sjá, þar er þinn þénari Kímeham. [ Lát hann fara með mínum herra kónginum og gjörðu við hann hvað þér líkar.“ Kóngurinn sagði: „Kímeham skal fara með mér yfir um og eg vil gjöra við hann hvað þér vel líkar og allt það sem þú girnist af mér vil eg gjöra þér.“ Og þá allt fólkið var komið yfir Jórdan og kóngurinn með þá kyssti kóngurinn Barsillaí og bað hann vel fara og hann hvarf aftur í sína borg. Og kóngurinn dró yfir um til Gilgal og Kímeham fór með honum. Og allt Júdafólk hafði flutt kónginn yfir um en af Ísraelsfólki var þar ekki nema helmingur.

Og sjá, þá komu allir Ísraelsmenn til kóngsins og sögðu til hans: „Hvar fyrir hafa vorir bræður, menn Júda, stolið þér og hafa fært kónginn og hans hús yfir um Jórdan og alla Davíðs menn með honum?“ Þá svöruðu þeir af Júda Ísraelsmönnum: „Kóngurinn er oss nánari. Því eru þér þá reiðir um þetta? Eða meini þér að vér munum hafa þegið vistir eða gjafir af kónginum?“ Þá svöruðu þeir af Ísrael þeim af Júda: „Vér höfum tíu hluti meir til að telja við kónginn og við Davíð en þér. Því hefur þú svo óvirt mig að oss var ekki fyrst orð gjörð að leiða vorn kóng aftur?“ En þeir af Júda töluðu harðlegar heldur en þeir af Ísrael.