VIII.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: [ So segir Drottinn Sebaót: Eg hefi verið mjög vandlátur við Síon og eg hefi með stórri reiði verið vandlátur við hana. So segir Drottinn: Eg sný mér aftur til Síon og vil búa í Jerúsalem so Jerúsalem skal kallast sannleiksins staður og þess Drottins Sebaót fjall og eitt fjall helgidómsins.

So segir sá Drottinn Sebaót: Þar skulu enn nú hér eftir búa í Jerúsalem gamlir menn og kvinnur og þeir sem ganga við staf af stórri elli og stræti staðarins skulu vera full af piltum og stúlkum sem sér skulu leika á hennar strætum. So segir Drottinn Sebaót: Þeim þykir svoddan vera ómögulegt fyrir augum þessa eftirblífna fólks í þessari tíð. Skyldi það þar fyrir vera ómögulegt fyrir mínum augum? segir Drottinn Sebaót.

So segir sá Drottinn Sebaót: Sjáðu, eg vil frelsa mitt fólk frá því landi í mót austri og frá því landi í móti sólarinnar niðurgangi og eg vil færa það út hingað að það skal búa í Jerúsalem. Og þeir skulu vera mitt fólk og eg vil vera þeirra Guð í réttlæti og sannleika.

So segir Drottinn Sebaót: Styrkið yðar hendur, þér sem heyrið þessi orð á þessari tíð fyrir munn spámannanna, á þeim degi sem sá Drottinn Sebaót húss grundvöllur er lagður, þá musterið skal uppbyggjast. Því að fyrir þessa daga var arfiði mannanna forgefins og dýranna arfiði til einkis og þeir höfðu öngvan frið fyrir hörmung þeirra sömu sem út og inn gengu heldur lét eg alla menn fara hvern í mót sínum náunga. En nú vil eg ekki gjöra við þetta eftirblífna fólk sem á þeim fyrrum dögum, segir Drottinn Sebaót, heldur skulu þeir vera friðarins sæði. Víntréð skal gefa sinn ávöxt og landið sína frjóvgan og himinninn skal gefa regn af sér og eg vil láta þá sem eftir eru orðnir af þessu fólki alls þessa njóta.

Og það skal ske að líka sem þér af Júda húsi og af Ísraels húsi voruð eitt brígsli og bölvan á meðal heiðingjanna so vil eg frelsa yður að þér skuluð vera ein blessan. Óttist ekki og styrkið yðar hendur. So segir Drottinn Sebaót: Líka sem eg þenkti að plága yður þá yðar forfeður reittu mig til reiði, segir Drottinn Sebaót, og mig angraði það ekki, so hugsa eg nú þar í mót að gjöra vel á þessum dögum mót Jerúsalem og húsi Júda. Þar fyrir óttist ekki.

En þetta er það sem þér skuluð gjöra: [ Hver einn tali sannindi við annan og dæmið rétt og setjið frið í yðrum portdyrum. Og enginn þenki nokkuð vont í sínu hjarta á móti sínum náunga og elskið ekki falska eiða því að eg hata allt soddan, segir Drottinn.

Og orð Drottins Sebaót skeði til mín og sagði: Svo segir Drottinn Sebaót: Sú fasta fjórða, fimmta, sjöunda og tíunda mánaðar skal vera Júda húsi til gleði og fagnaðar og til glaðlegrar árhátíðar. Elskið aðeins frið og sannleika.

So segir Drottinn Sebaót: [ Þar skal enn nú koma mikið fólk og margra staða borgarmenn og borgarmenn einnrar borgar skulu fara til þeirrar annarrar og segja: „Látum oss fara og tilbiðja fyrir Drottni og leita þess Drottins Sebaót. Vér viljum fara með yður.“ So skal margt fólk og heiðingjar koma í stóru manntali til að leita Drottins Sebaót í Jerúsalem að tilbiðja fyrir Drottni.

So segir Drottinn Sebaót: Á þeim tíma skulu tíu menn af allra handa tungumálum heiðingjanna grípa í stakksskaut eins þess sem er af Júda og segja: „Vér viljum fara með yður því vér heyrum að Guð er með yður.“