LIX.

Sjá þú, hönd Drottins er ei so stutt vorðin það hann kunni ei að hjálpa og hans eyru eru ei so þykk vorðin að hann heyri ei heldur yðrar illgjörðir aðskilja yður og yðvarn Guð hvora frá öðrum og yðrar syndir byrgja hans andlit fyrir yður so að þér verðið ei bænheyrðir. [ Því að yðrar hendur eru með blóði saurgaðar og yðrir fingur með illgjörðum, yðrar varir þær tala lygar og yðar tunga diktar það upp hvað órétt er. Þar er sá enginn sem af réttlætinu prédiki né trúlega [ dæmi. Þeir treysta upp á hégóma og tala það hvað ei dugir. Með ógæfuna eru þeir þungaðir og faða armæðið.

Þeir útklekja basiliskuseggjum og vefa kóngulóarvefu. Hver hann etur af þeirra eggjum sá hlýtur að deyja en verði þau í sundurtroðin þá skríður þar einn eiturormur út. Þeirra kóngulóavefur dugir ei til klæða og það sem þeir hafa ofið dugir ei til skjóls. Því að þeirra verk eru erfiðismunir og í þeirra höndum er rangindi. Þeirra fætur skunda til hins vonda og eru fljótir til að úthella saklausu blóði. Þeirra hugsanir eru erfiðismunir, þeirra vegur er allur fordjörfung og skaði. Þeir þekkja ei veginn friðarins og þar er ekkert réttdæmi í þeirra framgöngu. Þeir eru frásnúnir á sínum vegum, hver eð þar upp á gengur sá hefir aldrei frið. [

Þar fyrir er það réttdæmið langt frá oss og réttlætið það öðlumst vér ekki. Vér væntum ljóssins, sjá þú, þá verður myrkur, og þeirrar birtunnar, sjá þú, þá göngum vér í myrkrinu. Vér fálmum eftir veggjum sem hinir sjónlausu og þreifum so sem þeir eð engin augu hafa. Vær steytum oss um miðdegið so sem í rökkrinu, vér erum í myrkrinu so sem hinir dauðu. Vér rymjum sem björndýr og krytjum sem dúfur. Því að vér væntum réttdæmisins, þá er það þar ekki og eftir hjálpræðinu, þá er það langt í burt frá oss.

Því að vorar misgjörðir eru helst til miklar fyrir þér og vorar syndir þær andsvara í móti oss. Því að vorar misgjörðir eru hjá oss og vér finnum vorar syndir með illskuverkum og ljúgum á móti Drottni og með burtsnúningu í frá vorum Guði með ofstækisorðum og óhlýðni, ástundum og uppkveikjum lygileg orð úr hjartanu. Þar fyrir er einnin það réttdæmi til baka gengið og réttlætið langt afvega farið því sannleikurinn fellur niður á strætunum og réttindin kunna ekki hingað að ganga. Og sannleikurinn er í burt og hann hver eð snýst frá illu sá hlýtur að vera hvers manns herfang.

Það sama sér Drottinn og það líkar honum illa að þar er ekki neitt réttdæmi. [ Og hann sér að þar er enginn og hann furðar það að enginn gengur fram fyrir þá. Þar fyrir hjálpar hann þeim sjálfur með sínum armlegg og hans réttlæti það styrkir hann. Því að hann íklæðist réttlætinu sem hringabrynju og setur hjálpræðishjálminn á sitt höfuð og býr sig út til hefndar og klæðir sig með vandlætinu sem með öðrum kyrtli, so sem til að endurgjalda sínum mótstöðumönnum og að bítala sínum óvinum meður grimmdarhefnd, já þeim eyjönum vill hann bitala so að þeir óttist nafnið Drottins í frá niðurgöngu og hans dýrðarvegsemd í frá uppgöngu sólarinnar, nær eð hann mun koma so sem einn stífldur straumur þann vindur Drottins framdrífur.

Því að þeim til Síon mun endurlausnarinn koma og þeim sem sér í burt snúa frá syndunum í Jakob, segir Drottinn, og eg gjöri svoddan sáttmála viður þá, segir Drottinn. Minn andi sem hjá þér er og mín orð sem eg hefi lagt þér í munn skulu ekki í burt víkja af þínum munni né af munni þíns sæðis og barnabarna, segir Drottinn, héðan í frá og að eilífu. [