XII.

Fyrir því, á meðan vér höfum einnin slíka gnægð vottanna um kring oss þá látum oss afleggja syndirnar þær oss jafnan viðloða og þyngja og hlaupum fyrir þolinmæði til þeirrar orustu sem oss er tilskikkuð. Og álítum Jesúm þess uppbyrjara og fullkomnara trúarinnar, hver eð þann tíð hann hefði vel mátt hafa fögnuð þoldi hann krossinn og virti forsmánina einkis og setti sig til hægri hliðar upp á Guðs stóli. Minnist á þann sem þvílíkt mótmæli í gegn sér af syndurunum þoldi so að þér letjist ekki né veilist í hugskotunum. Því að þér hafið enn ekki allt til blóðsins viðstaðið í stríðinu mót syndinni og hafið þegar gleymt þess huggunar sem til yðar segir so sem til barnanna: [ „Son minn, virð eigi lítils tyftan Drottins og örvilnast ekki þótt þú verðir af honum straffaður því að hvern eð Drottinn elskar þann agar hann en hvern þann son sem hann að sér tekur þann strýkir hann.“

Ef þér tyftunina þolið þá mun Guð tjá sig yður sem sonum. Því hver sonur er sá þann er faðirinn tyftar eigi? En ef að þér eruð án tyftanar, hverrar hinir allir eru hluttakarar vorðnir, þá eru þér hjábörn en ekki synir. Nú með því einnin vér höfum haft vora líkamlega feður til tyftunarmanna og þá hræðst, skyldum vér þá ekki miklu meir undirgefnir vera hinum andlega föður so að vér lifðum? Og hinir hafa sennilega fáeina daga oss agað eftir sínum geðþótta en þessi til nytsemdar so að vér öðlunst hans helgan. En öll tyftan nær hún áliggur þá þykir oss hún engin gleði heldur hryggð vera. En eftir á mun hún gefa friðsamlegan ávöxt réttlætisins þeim sem þar fyrir iðkaðir eru.

Fyrir því upphefjið aftur tregar hendur og hin þreyttu kné og gjörið réttan gang með yðrum fótum svo að enginn afvega skeiki líka sem sá er haltrar heldur miklu framar verði heilbrigður. [ Eftirfylgið friðinum við hvern mann og helguninni, án hverrar það enginn mun Drottin sjá. Sjáið og so til það enginn forsómi Guðs náð so að það enginn beiskirót í staðinn uppspretti og hindran gjöri og það margir fyrir þá hinu sömu saurugir verði. Og að þar sé enginn frillulífismaður eður óguðrækinn sem Esaú, sá sem að fyrir matar sakir seldi sinn frumburð. Fyrir því þá vitið að hann þar eftir á, þá hann blessanina erfa vildi, er hann útskúfaður. Því að hann fann ekkert rúm iðranarinnar þótt hann hennar með grátandi tárum leitaði.

Því að þér eruð eigi gengnir til þess fjalls sem áþreifanlegt er og með eldi brennur né til þoku eða myrkurs, til hreggviðris, til lúðraþyts og til raddar orðanna og þeir hverjir hana heyrðu undantöldust það eigi yrði til þeirra orðið talað því að þeir kunnu eigi að tandast hvað þar var sagt. [ Og ef skógdýr snart fjallið þá skyldi það steinum grýtast eða með skeyti í hel skotið verða. Og so ógurleg var sú sýn það Moyses sagði: „Eg em óttasleginn og felmsfullur.“

Heldur eru þér gengnir til fjallsins Síon og til borgar Guðs lifanda, til himneskrar Jerúsalem og til margra þúsundir englaflokka og til samkundu hins frumgetna, hver á himnum uppskrifaður er, og til Guðs allra dómara og til andanna algjörfilegra réttlátra og til meðalgangara hins nýja testamentis Jesú og til blóðsins yfirdreifingar það betra hefur að segja en Abels. [

Sjáið til að þér undanteljist ekki þeim sem við yður talar. Því ef hinir eru ei umflýðir sem honum undantöldust þá hann á jörðu talaði, miklu miður þá vér ef vér undanteljunst þeim sem af himnum talar, hvers rödd, þann tíma jörðina bifaði. En nú heitir hann fyrir og segir: [ „Enn eitt sinn mun eg hræra ei alleinasta jörðina heldur einnin himnana.“ En það hann segir „eitt sinn“ merk að það hið hræranlega skal umskiptilegt verða líka sem annað smíði so að það hvað óhræranlegt er stöðugt blífi. Hvar fyrir á meðan vér meðtökum óhræranlegt ríki þá höfum vér náðina fyrir hverja vér skulum Guði þjóna honum til þóknunar með hræðslu og siðsemi. Því að vor Guð er eyðandi eldur.