XIIII.

Og Davíð hélt ráðstefnu við höfuðsmennina hverjir settir voru yfir þúsund og yfir hundrað og við alla höfðingjana og sagði til alls Ísraelssafnaðar: [ „Ef það þóknast yður og sé það að af Drottni Guði vorum þá viljum vér senda út boð alls staðar til annarra vorra bræðra um allt Ísraelsland og til prestanna og Levítanna í stöðunum þar sem þeir hafa forstaði að þeir safnist saman til vor. Og vér viljum taka vors Guðs örk aftur til vor því að á meðan Saul lifði hirtum vér ekki um hana.“ Allur söfnuðurinn svaraði að þeir vildu svo gjöra því að þetta þóknaðist öllu fólkinu vel.

Því safnaði Davíð saman öllu Ísraelsfólki, frá Sehor Egyptalands allt til Hemat, að sækja Guðs örk til Kirjat Jearím. [ Og Davíð fór upp og allur Ísrael með honum til Kirjat Jearím sem liggur í Júda(landi) til að sækja Drottins örk þangað sem situr yfir kerúbím þar yfir sem hans nafn ákallast. Og þeir settu Drottins örk upp á einn nýjan vagn og færðu hana frá húsi Abínadab. Og Úsa og hans bróðir ráku vagninn. En Davíð og allt Ísraelsfólk lék fyrir Drottni með öllu megni, með söngvum og hörpum og psallterio, með trumbum, með cymbaalis og með básúnum.

En sem þeir komu á það sléttlendi sem kallast Kídon þá útrétti Úsa sína hönd og vildi halda við örkinni því að uxarnir gengu afvega. [ Þá gramdist Drottinn Úsa og sló hann fyrir það að hann útrétti sína hönd til Drottins arkar og hann féll þar dauður niður fyrir Guði. En sem Davíð sá það varð hann hryggur að Drottinn gjörði svoddan skarð á Úsa og kallaði þann stað Peres Úsa allt til þessa dags. [ Og á þeim sama degi óttaðist Davíð Guð og sagði: „Hvernin má eg flytja Guðs örk til mín?“ Og því lét hann ekki færa Guðs örk í Davíðsstað heldur veik henni í hús Óbeð Edóm Githiter. [ Svo var Guðs örk hjá Óbeð í hans húsi þrjá mánuði. Og Drottinn blessaði hús Óbeð Edóm og allt hvað hann hafði.