XL.

Og Drottinn svaraði Job af vindskýinu og sagði: „Umgyrtu þínar lendar sem maður, eg vil spyrja þig að, seg þú mér það. Skyldir þú gjöra minn dóm til ónýtis og fordæma mig so þú réttlátur værir? Hefur þú einn slíkan armlegg sem Guð? Kanntu með soddan hljóði reiðarþrumur að gjöra líka sem hann gjörir? Prýð þú þig með fegurðarskrauti og halt þér á loft, klæð þig hátíðlega og prýðilega. Útaus þú þinni heiftarreiði, skoða þú drambsama hvar þeir eru og lækka þá. Skoða þú alla drambsama hvar þeir eru og beyg þú þá og gjör þá hinu ómildu forþunna hvar þeir eru. Hyl þú þá alla með jörðu og niðursökk þeirra bramli í þau leynifylsnin. Þá vil eg meðkenna fyrir þér það þín hægri hönd kann að hjálpa þér.

Sjá þú þann [ behemót eg gjörða hjá þér að hann étur hey sem annar uxi. Sjá þú að hans kraftur er í hans lendum og hans styrkleikur er í naflanum hans kviðar. Halinn á honum útréttir sig sem sedrus og það æðarnar hans leyndarlims standa upp sem aðrir kvistir. Beinin í honum eru líka sem kopar, hans brjóst er líka sem járnstafur. Hann erþ að upphafið Guðs vegar þess er hann gjörði, hann þrífur til hans með sínu sverði. Fjöllin þau bera honum grös og öll villudýrin þau leika sér þar. Hann liggur undir skugganum hulinn í reyrnum og í bleytunni. Skógarrunnurinn skýlir honum í sínum skugga og þeir víðirrunnarnir skýla honum. Sjá þú, hann svelgir vatsstrauminn í sig og feilar sér ekki við það og lætur sér þykja að hann muni geta svelgt ána Jórdan með sínum munni. Þó veiða menn hann með hans sjálfs eiginlegum augum og með einni snöru bora menn hans nasir í gegnum.