XLIX.

Sálmadiktur sona Kóra fyrir að syngja

Heyrið þetta, allar þjóðir, merkið þetta, allir þér sem lifið á þessum tíma,

líka alþýðan svo sem herrarnir, bæði ríkir og fátækir allir til samans.

Minn munnur skal út af vísdómi mæla og mitt hjarta af skilningi segja.

Vér viljum góða málsgrein fá að heyra og einn ágætan dikt á hörpunnar hljóðfæri.

Hvar fyrir skylda eg hræddur vera á þeim vonda degi nær eð illgjörð minna ofsóknarmanna umkringir mig,

þeir eð treysta upp á sín auðæfi og hrósa sér út af sínum mikla ríkdómi?

Kann nokkuð bróðurinn einn annan að endurleysa né nokkurn við Guð að forlíka?

Því að það kostar allt formikið þeirra sálir að endurleysa svo að hann hlýtur það kyrrt að láta vera eilíflegana

þó að hann [ lifi aldrei so lengi og sjái ekki gröfina.

Fyrst vér sjáum það hinir vísu deyja svo líka sem þeir hinir heimsku og fávísu tortýnast og hljóta sín auðæfi öðrum að láta.

Þetta er þeirra hjarta að þeirra [ hús muni vara eilíflega og þeirra bústaður blífa um aldur og ævi og hafi mikil metorð á jörðu.

Þó kunna þeir í slíkum [ metorðum ei að blífa heldur hljóta þeir við að skilja sem annar fénaður.

Þessi þeirra vegur er ei utan heimska. Þó lofa hann samt þeirra eftirkomendur með sínum munni. Sela.

So sem aðrir sauðir eru þeir innibyrgðir í helvíti, dauðinn hann gnagar þá en hinir réttvísu munu mjög snarlega yfir þeim drottna, þeirra ofstæki það hlýtur að þverra, í helvíti þá hljóta þeir að blífa.

En Guð mun frelsa mína sálu út af helvítisvaldi því að hann hefur tekið mig að sér. Sela.

Lát ekki það villa þig þótt að einhver kunni ríkur að vera eður þó að tignarsómi hans húss verði mikill

því að í sínu andláti mun hann öngvan hlut með sér taka og hans dýrð mun ei eftir honum fara.

Þótt hann meti sig upp af [ sællífi sínu og lofar það nær eð einhver útvegar sér góða daga

þó fara þeir eftir feðrum sínum og sjá ljósið aldrei oftar.

Summa: Nær eð maðurinn er í heiðrinum og hefur ekki skilninginn þá fer hann burt líka sem fénaðurinn.