XXXIX.

Kannt þú að gefa leónsinunni það hún veiði sér bráðina og að metta þá leónshvölpana so að þeir leggi sig í sínu bæli og hvíli sig í þeim fylsnunum sem þau stilla til veiðinnar? [ Hver tilreiðir hrafninum sína fæðslu nær eð hans ungar kalla til Guðs og fljúga vilja þá þeir hafa öngva fæðslu? [ Veistu þann tímann nær eð steingeiturnar bera á háfjöllunum eða hefur þú hugleitt að því nær eð hindurnar ganga kálfbærar? [ Hefur þú talið þeirra mánuði nær eð þær tíngast eður veist þú þann tíma nær eð þær bera? Þær beygja sig saman nær eð þær bera og í sundur slíta sig svo að þær útláti sína kálfa. Þeirra kálfar verða feitir og þróast í korninu og ganga út og koma ekki til þeirra aftur.

Hver hefur látið þau villudýr ganga svo sjálfráða? Hver hefur uppleyst það bandið skógarasnanna hverjum að eg hefi gefið skóginn til heimilis og eyðimörkina til íbyggingar, þau eð ekki skeyta hávaðanum í borgunum, þau eð kallið jagarans heyra ekki? [ Þau líta til fjallanna hvar að þeirra fæði er og leita eftir hvar grænt er.

Þenkir þú það einhyrningurinn muni þjóna þér og að hann muni staðnæmast við þinn stall? [ Kanntu að leggja þitt ok á hann svo að hann erji upp þær akurreinarnar og umvelti jarðartorfunum eftir þér? Máttu treysta upp á þótt hann sé svo sterkur so þú skulir láta hann erfiða fyrir þig? Máttu trúa honum til þess að vega þér þitt sæði aftur og inn að safna í þína kornhlöðu?

Páfuglsins fjaðrir eru fegri en það strúfuglsins fjaðrir eru og vængir, hann sem skilur við sín egg á jörðunni og lætur þá heitu jörðina útklekja þeim. [ Hann forgleymir þeim að þau mætti í sundur troðast og það eitt villudýr mætti þau í sundur brjóta. Hann verður so harðbýll við sína unga líka sem það hann ætti þá eigi og hann skeytir því ekki að hann arfiðar so til forgefins. Því að Guð hefur svipt hann vitinu og gefið honum öngvan skilning. Nær eð hann fer hátt upp þá forhefur hann sig og hann skimpar bæði hestinn og manninn.

Kanntu að gefa víghestinum styrkleika eða prýða makkann á honum með hans hneggjan? [ Kanntu að hræða hann sem grashoppur? Hvað sem hræðilegt er það er [ prís fyri hans nösum. Hann fótstappar á jörðina og er ofsa framgjarn með styrkleik og fer út í móti þeim sem brynjaðir eru. Hann hæðir að hræðslunni og skelfist ekki og hann flýr ei fyrir sverðinu, einnin þó það klingir í pílnakoffrinu og það í gegn honum gljái bæði á lensur og spjót. Hann hneggjar og frýs og krafsar í jörðina og [ skeytir ekki herlúðursins hljóði. Nær eð herlúðurinn gellur hátt þá bystist hann og ólmast og lyktar bardagann álengdar, líka það hrópið höfðingjanna og kall.

Flýgur haukurinn eftir þínum skilningi og útbreiðir sína vængi mót suðrinu? flýgur örnin þannin hátt af þinni skipan svo að hún gjörir sitt hreiður í upphæðunum? Hún byggir í þeim háklettunum og blífur upp í þeim fjallagnípunum og steinbjörgunum. Þaðan skyggnir hún eftir fæðslunni og hennar augu þau sjá langt í burt. Hennar ungar þeir svelgja blóð og hvar helst það hræið er, þar er hún.

Og Drottinn svaraði Job og sagði: „Hver sem vill þræta við Hinn almáttuga, skal hann ekki bevísa það? Og hver hann straffar Guð skal hann ekki forsvara það?“

Job svaraði Drottni og sagði: „Sjá þú, eg hefi nógu örorður verið, hverju skal eg svara? Eg vil halda hendi minni fyrir munn mér. Einu sinni hefi eg talað, þar fyrir vil eg ekki meir andsvar gefa. Eg vil og ekki það sama héðan í frá lengur gjöra.“