V.

Baltasar konungur gjörði herralegt gestaboð sínum magtarmönnum og vildarmönnum og drakk sig drukkinn meður þeim. Og þá eð hann var drukkinn orðinn skipaði hann að sækja þau gullkerin og silfurkerin sem hans faðir Nabúgodonosor hafði í burt tekið úr musterinu til Jerúsalem so það konungurinn með sínum vildarmönnum, með sínum kvinnum og með sínum frillum drykki þar út af. Þá urðu þau gullkerin framborin sem úr musterinu, út af því Guðs húsi til Jerúsalem, voru í burt tekin og konungurinn, hans vildarmenn, hans kvinnur og frillur drukku þar út af. Og þá eð þeir drukku svo lofuðu þeir þá guðina sem voru gull, silfur, eir, járn, stokkar og steinar.

Á þeirri sömu stundu birtust þar fingur so sem á mannshendi þeir eð skrifuðu gegnt ljósastikunni á þeim forfágaða veggnum í kóngshöllunni. Og konungurinn leit þá höndina sem skrifaði. Þá umskiptist konungsins litarháttur og hans hugarfar það skelfdi hann svo það hans lendar skulfu og fótleggir titruðu. Og kóngurinn kallaði mjög ofurhátt að þeir innleiddi fyrir hann vitringana, þá Chaldeos og spásagnarmenn og lét segja vitringunum í Babýlon: „Hver maður sem les þessa skrift og kann að segja mér hvað hún merkir sá skal meður purpura klæddur verða og gullfestar á hálsi bera og hinn þriðji höfðingi í mínu ríki vera.“ Þá urðu allir vísindamenn kóngsins upphafðir. En þeir kunnu hverki skriftina að lesa né þá útþýðingina kónginum að segja. Hvar af það konungurinn Baltasar skelfdist enn miklu meir og missti með öllu sitt yfirbragð og hans vildarmönnum féll það þungt.

Þá gekk drottningin vegna þvílíkra kóngsins málefna og hans vildarmanna upp í höllina og sagði: „Herra konungur, Guð gefi þér langa lífdaga. Láttu ekki þína hugsan so skelfa þig og umskipt ekki so þínum yfirlitum. Þar er einn maður í þínu ríki sá eð hefur anda heilagra guða. Því að á dögum þíns föður fannst í hjá honum auglýsing, speki og vísdómur so sem að sá guðanna vísdómur er. Og þinn faðir Nabogodonosor konungur setti hann yfir stjörnumeistarana, vitringana, Chaldeos og spásagnarmennina af því að þar fannst einn æðri andi með honum, þar að auk vísdómur og skilningur drauma út að skýra og myrkvar sagnir að ráða og hulin málefni að opinbera, sem er Daníel hvern eð konungurinn lét kalla Baltasar. Þar fyrir kallið nú á Daníel, hann mun segja yður hvað þetta merkir.“

Þá varð Daníel innleiddur fyrir konunginn. Og konungurinn sagði til Daníel: „Ertu sá sami Daníel, einn út af þeim herleiðingarsonum af Júda, hvern eð konungurinn faðir minn hefur hingað haft af Gyðingalandi? Eg hefi heyrt sagt af þér það þú hafir anda heilagra guða og uppbirting, skilningur og djúpur vísdómur sé hjá þér fundinn. Nú hefi eg látið kalla fyrir mig spekingana og vísindamenn það þeir læsi mér þessa skrift og skyldu segja hvað hún merkti og þeir kunnu ekki að segja mér hvað svoddan merkir. En út af þér heyri eg það þú munir kunna útskýringina að greina og það hvað hulið er að opinbera. Ef að þú kannt nú að lesa skriftina og segja mér hvað hún merkir þá skaltu með purpura klæddur verða og gullfesti á þínum hálsi bera og sá hinn þriðji höfðingi vera í mínu ríki.“

Þá hóf Daníel upp og sagði fyrir konunginum: „Eignast þú sjálfur þínar gáfur og gef þínar gáfur einhverjum öðrum. En þó vil eg þessa skriftina lesa fyrir þér, konungur, og segja hvað hún merkir. Herra kóngur, Guð sá hinn hæðsti hefur gefið þínum föður Nabúgodonosor ríkið, magtina, heiðurinn og herradóminn og fyrir þeirrar sömu magtar sakir sem honum var gefin hræddust hann og forðuðust allar þjóðir, fólk og tungumál. Hann aflífaði hvern hann vildi, hann sló hvern hann vildi, hann upphafði hvern hann vildi, hann lítillætti hvern hann vildi. En þá hans hjarta upphóf sig og hann tók stoltur og dramblátur að verða var hann afsettur þeim veldisstóli síns ríkis og var sínum heiðri sviptur og í burt rekinn frá mönnum og hans hjarta varð líka sem skógdýra og hluat í hjá villudýrum að hlaupa og gras að eta sem naut og hans líkami lá úti undir döggu himins og varð votur, allt þangað til eð hann lærði að kenna það sá hinn hæðsti Guð hafi magt yfir mannanna kóngaríkjum og gefi þau hverjum eð hann vill.

Og þú, Baltasar hans sonur, hefur ekki lítillætt þitt hjarta þó að þú vissir allt saman þetta heldur hefur þú upphafið þig í móti himnanna Drottninum og kerin úr hans húsi hlutu þeir að bera fyrir þig og þú, þínir vildarmenn, þínar kvinnur og þínar frillur hafa drukkið þar út af, þar að auk heiðrað þá afguði sem eru silfur, gull, eir, járn, tré og steinar, þeir eð hverki sjá né heyra né nökkuð skynja, en þann sama Guð sem þinn andardrátt og alla þína vegu hefur í sinni hendi þá hefur þú ekki dýrkað. [ Þar fyrir er þessi hönd frá honum útsent og þessi skrift sem þar stendur skrifuð.

En þessi er skriftin sem þar stendur tilteiknuð: [ „Mene, Mene, Tekel, Úfarsín.“ Og hún merkir þetta: Mene, það er: Guð hefur þitt ríki talið og endað. Tekel, það er: Þeir hafa þig á vog vegið og helst til léttvægan fundið. Peres, það er: Þitt ríki er í sundurskipt og þeim Medis og Persis gefið.“ Þá skipaði Baltasar það Daníel skyldi klæða með purpura og láta gullfesti honum á háls og lét útberast af honum það hann væri inn þriðji höfðingi í ríkinu.

En á þeirri sömu nátt varð Baltasar konungur þeirr Chaldeis í hel sleginn.