XVIII.

Þetta er það orðið sem skeði af Drottni til Jeremia og sagði: [ Statt upp og gakk ofan í hús leirkerasmiðsins. Þar vil eg láta þig heyra mitt orð. Og eg gekk ofan í húsið leirkerasmiðsins og sjá þú, hann erfiðaði þann sama tíma á hjólinu. Og sá potturinn sem hann var að gjöra af leirinu sundurbrotnaði í hans höndum. Þá gjörði hann einn annan pott aftur sem honum bíhagaði. Þá skeði orð Drottins til mín og sagði: Kann eg ekki einnin so að gjöra við yður, þér af húsi Ísraels, so sem að þessi leirkerasmiðurinn? segir Drottinn. Líka sem það leirið er í leirkerasmiðshendi eins svo þá eru þér af Ísraels húsi í minni hendi.

Mjög skyndilega fæ eg talað á móti einnri þjóð og kóngsríki svo það eg vilji afmá, niðurbrjóta og fordjarfa það sama. [ En ef það snýr sér í burt frá sinni illgirni á móti hverri eg tala þá skal mig og einnin angra þá ógæfu sem eg hugleidda að gjöra þeim. Og mjög snarlega þá fæ eg talað um eina þjóð og kóngsríki það eg vilji uppbyggja og gróðsetja það. En ef það gjörir illa fyrir minni augsýn so að það hlýðir ekki minni raust þá skal mig og einnin angra það hið góða sem eg hafða fyrirheitið þeim að gjöra.

So seg þú nú til þeirra í Júda og til borgarmannanna í Jerúsalem: So segir Drottinn: Sjá þú, eg tilbý yður eina ógæfu, eg hefi einn hugarþanka á móti yður. Þar fyrir snúi sér hver sem einn í burt frá sínu vondu athæfi og yfirbætið yðar breytni og gjörninga. En þeir segja: „Þar verður ekki af, það vér viljum ganga eftir voru sjálfs hugboði og gjöra hver eftir sínum vondum hjartans hugarþanka.“

Þar fyrir segir Drottinn: Spyrjið eftir á meðal heiðinna þjóða hver að nokkurn tíma hafi heyrt svoddan, það jungfrúin Ísrael gjöri so stóra svívirðilega hluti? Snjórinn er þó lengur á steinunum í mörkinni nær eð það snjóvar hér að ofan í frá Líbanon og regnvatnið rennur ekki so snart í burt svo sem það mitt fólk gleymir mér. Þeir veifa reykelsinu fyrir goðunum og uppbyrja so hneykslanir á sínum vegum ævinlega og ganga so á óvegunum so að þeirra land verði í eyði lagt þeim til ævinlegrar skammar, so að hver sá sem þar gengur framhjá skal undrast það og hrista höfuðið. Því að eg vil með einum austanvindi í sundur dreifa þeim fyrir þeirra óvinum. Eg vil snúa við þeim bakinu en ei andlitinu nær eð þeir fordjarfast.

En þeir segja: [ „Komið og tökum vor ráð á móti Jeremia það þeir prestarnir kunna ekki villt að fara í lögmálinu og þeir hinir vísu kunna ekki að bregðast í ráðagjörðinni og þeir prophetarnir kunna ei órétt að kenna. Komið hingað, látum oss drepa hann niður með tungunni og gefa öngvan gaum að öllu því eð hann talar.“

Drottinn, gef þú gætur að mér og heyr þá raustina minna mótstöðumanna. [ Er það rétt að maðurinn launi illu fyrir gott? Því að þeir hafa grafið eina gröf minni sálu. Hugleittu það hvernin eg hefi frammi staðið fyrir þér til að tala þetta ið besta og snúa þinni grimmdarreiði í burt frá þeim. Fyrir það straffa nú þeirra börn með hungri og lát þá í sverðseggjar falla so að þeirra kvinnur og ekkjur verði barnlausar og það þeirra liðsmenn í hel sláist og so þeirra æskumenn meður vopnum vegist í stríðinu, so að það hljóð heyrt verði úr þeirra húsum hversu skyndilegana að þú hefur látið stríðsmennina yfir þá koma. [ Því að þeir hafa grafið eina gröf til að veiða mig út í og lagt snörur fyrir mínar fætur. Og með því, Drottinn, að þú veist allan þeirra ásetning á móti mér, að þeir vilja aflífa mig, þá [ fyrirgef þú ekki þann þeirra misgjörning og lát ekki þær syndir afmáðar verða fyrir þér. Láttu þá verða niður slegna fyrir þér og breyt viður þá eftir þinni reiði.