VIII.

Og Drottinn Drottinn vísaði mér eina sýn og sjáðu, þar stóð ein körf full með sumarávöxt. Og hann sagði: „Hvað sér þú, Amos?“ En eg svaraði: „Eina körf fulla með sumarávöxt.“ Þá sagði Drottinn til mín: „Endirinn er kominn yfir mitt fólk Ísrael. Eg vil nú ei lengur hlífa þeim. Og söngurinn í þeirra kirkjum skal snúast í grát á þeim sama tíma,“ segir Drottinn Drottinn, „skal þar liggja alls staðar margur dauður líkami hverja menn skulu leynilega í burt bera.“

Heyrið þetta, þér sem undirþrykkið þá fátæku og fordjarfið þá aumu í landinu og segið: „Nær vill nýi mánuðurinn fá enda svo vér megum selja kornið og þvottdagurinn að vér mættum láta kornið falt og gjöra mælirinn minni og vexa gjaldið en falsa vigtina so vér mættum koma þeim fátækum undir oss fyrir peninga og þeim nauðþurftuga fyrir eina skó og selja agnir fyrir korn?“ [ Drottinn hefur svarað í móti Jakobs drambsemi: Hvað gildir eg skal ekki gleyma svoddan þeirra gjörningum ævinlega. Skyldi nú ekki landið bifast fyrir svoddan efni og allir innbyggjarar sorga? Já það skal allt saman hyljast so sem með vatni og í burt færast og yfirhyljast so sem með vatninu í Egyptalandi.

Á þeirri sömu tíð, segir Drottinn Drottinn, vil eg láta sólina niðurganga um miðdaginn og láta landið vera myrkt á ljósum degi. Eg vil snúa yðrum helgidögum í hryggð og öllum yðar vísuim í sorgargrát. Eg vil færa sekki yfir allra þeirra lendur og gjöra öll höfuð sköllótt og eg vil senda einn grát yfir þá líka sem menn gráta yfir sínum einkasynim og þeir skulu fá einn hryggilegan enda.

Sjá þú, tíminn kemur, segir Drottinn Drottinn, að eg vil senda hungur í landið, ekki hungur brauðs og vatns heldur hungur orðs Drottins, að þeir skulu hlaupa hingað og þangað, frá einu hafi og til annars, frá norðri og til austurs og leita eftir orði Drottins og finna það þó ei. Og á þeim tíma skulu fagrar jungfrúr og ungir sveinar vanmegnast af þorsta, þeir eð nú sverja við [ bölvan og segja: „So sannarlega sem þinn guð í Dan lifir, svo sannarlega sem sú skikkan lifir í Berseba“. Því þeir skulu so falla að þeir skulu ekki kunna upp aftur að standa.