XIII.

Fyrir páskahátíðina þá Jesús vissi að hans tími var kominn að hann gengi úr þessum heimi til föðursins og líka sem hann elskaði sína þá er hér voru í heimi, so elskaði hann þá allt til enda. Og að gjörðri kveldmáltíðinni (því að djöfullinn hafði þá þegar sent í hjarta Júdasar Símonssonar Ískaríot að hann sviki hann) vissi Jesús það faðirinn hafði allt gefið honum í hendur og það að hann var af Guði útkominn og til Guðs þá færi hann. Þá stóð hann upp frá kveldmáltíðinni, lagði af sér klæðin og tók eitt línklæði, gyrti um sig, eftir það hellti hann vatni í eina munlaug og tók til að þvo fæturna á lærisveinunum og þurrkaði meður því línklæði er hann var með gyrtur. [

Þá kom hann til Símonar Petri. En Pétur sagði til hans: „Herra, áttu að þvo á mér fætur?“ Jesús svaraði og sagði honum: „Hvað eg gjöri það veist þú nú eigi en seinna veitst þú það.“ Þá sagði Pétur til hans: „Aldrei um ævi skalt þú mínar fætur þvo.“ Jesús svaraði honum: „Ef eg skal ei þvo þér þá hefur þú ei hlutdeild meður mér.“ Símon Petrus sagði þá til hans: „Herra, ekki einasta fæturna heldur jafnvel höfuð og hendur.“ Jesús sagði þá til hans: „Sá þveginn er hann þarf eigi að þvo nema fæturnar því hann er allur hreinn. Þér eruð og hreinir en eigi allir.“ Því hann vissi fyrir hver sá var er hann mundi svíkja. Fyrir það sagði hann: „Þér eruð ei allir hreinir.“

En eftir það hann hafði þvegið fætur þeirra tók hann sín klæði, settist niður aftur og sagði þá enn til þeirra: [ „Viti þér hvað eg gjörða yður? Þér kallið mig meistara og herra. Þér segið það og rétt því að eg er hann og. Nú ef eg, yðar herra og meistari, þvo yðra fætur, þá skulu þér og innbyrðis þvo hver annars fætur. Þetta gaf eg yður til eftirdæmis svo þér gjörið líka sem eg gjörði við yður. Sannlega, sannlega segi eg yður að þjóninn er eigi meiri sínum herra né sendiboðinn þeim er hann út sendi.

Ef þér vitið þetta þá eru þér sælir ef þér gjörið þetta. Ei segi eg af yður öllum – eg veit hverja eg hefi útvalið – heldur það að uppfyllist Ritningin: Sá sem að etur brauð meður mér, hann treður mig undir fætur. Nú segi eg yður það áður en það sker so að þér trúið þá það er skeð að eg em hann. [ Sannlega, sannlega þá segi eg yður: Hver hann meðtekur þann er eg sendi sá meðtekur mig. En hver hann meðtekur mig hann meðtekur hann sem mig sendi.“

Þá Jesús hafði þetta sagt hryggðist hann í sínum anda, vottaði og sagði: „Sannlega, sannlega segi eg yður: Einn af yður mun forráða mig.“ Þá leit hver lærisveinanna til annars, uggandi við af hverjum hann sagði. En þar var einn af hans lærisveinum sem sat til borðsins í faðmi Jesú, hvern eð Jesús elskaði. Honum benti Símon Petrus að hann spyrði hann hver sá væri er hann hafði til talað. Af því hann lá þá brjósti Jesú. Og hann sagði til hans: „Herra, hver er sá?“ Jesús svaraði: „Sá er hann að hverjum eg rétti vökvaðan brauðbita.“ Og þá hann vökvaði brauðið gaf hann það Júdasi Símonssyni Ískaríot. [ Og eftir þann bita fór andskotinn í hann.

Þá sagði Jesús til hans: „Hvað þú gjörir þá gjör það snart.“ En enginn af þeim sem til borðsins sátu vissi til hvers hann talaði. Sumir ætluðu það af því að Júdas hafði fépyngjuna að Jesús mundi segja honum: „Kaup það er oss gjörist þörf til hátíðardagsins“ eða að hann gæfi nokkuð fátækum. Og þá hann hafði bitann tekið gekk hann strax út og þá var nótt. En þá hann var útgenginn sagði Jesús: [ „Nú er Mannsins sonur auglýstur og Guð er auglýstur með honum. Fyrst Guð er auglýstur með honum þá mun Guð auglýsa hann í sjálfum sér og snarlega mun hann auglýsa hann.

Sonakorn mín, eg em enn litla stund hjá yður. Þér leitið mín og líka sem eg sagði við Gyðinga: Hvert eg fer þangað kunni þér eigi að koma, og nú segi eg yður. [ Eitt nýtt boðorð þá gef eg yður: [ Að þér elskið hver annan. Líka sem eg elskaði yður, so skulu þér og elskast innbyrðis. Og af því kenna allir að þér eruð mínir lærisveinar ef þér hafið kærleikann yðar á milli.“ Símon Petrus segir til hans: „Herra, hvert fer þú?“ Jesús svaraði honum: „Þangað sem eg fer máttu nú að sinni eigi fylgja mér en seinna meir þá muntu fylgja mér.“ Pétur segir til hans: [ „Herra, því má eg nú eigi fylgja þér? Eg vil setja mitt líf út fyrir þig.“ Jesús svaraði honum: „Hvað mundir þú setja þitt líf út fyrir mig? Sannlega, sannlega segi eg þér að haninn gelur ei áður en þú hefur neitað mér þrisvar.