VI.

Á þeim dögum sem að vóx tala lærisveinanna gjörðist mögl meður þeim grískum í gegn hinum ebreskum af því að ekkjur þeirra fyrirlitust í daglegri þjónustu. [ Þeir tólf kölluðu þá til samans fjöldann lærisveinanna og sögðu: „Það er eigi hæfilegt að vér forlátum Guðs orð og þjónum fyrir borðum. Fyrir því, góðir bræður, skyggnist um yðar í milli eftir þeim sjö mönnum sem gott mannorð hafa og fullir eru með visku og helgan anda hverja vér megum skikka yfir þessa nauðsyn. En vér viljum í bæninni og orðsins þjónustu staðnæmast.“ Og þessi orð þóknöðust öllum múganum og útvöldu Stephanum, einn mann fullan trúar og heilags anda, Philippum og Prochoron, Nicanor og Tímon, Parmenan og Nicolaum sem Gyðingur hafði gjörst út af Antiochia. Þessa skikkuðu þeir fram fyrir postulanna augsýn, báðust fyrir og lögðu hendur yfir þá.

Og Guðs orð tók að vaxa og lærisveinanna tala margfaldaðist nærsta til Jerúsalem. [ Þar gjörðist mikill kennimannahópur trúnni hlýðugur. En Stephanus, fullur af náð og styrkleika, tók að gjöra stórmerki og tákn mikil meðal fólksins. Þá stóðu upp nokkrir af þeirri samkundu sem kallaðist Libertinorum, Cyrenorum og Alexandrinorum og þeirra sem voru úr Cilicia og Asia, þreytandi spurningar við Stephanum. Og þeir gátu eigi mótstaðið þeirri speki né þeim anda af hverjum hann talaði. Þá sendu þeir út menn sem segja skyldu sig hafa heyrt hann mæla háðungarorð á móti Guði og Moysen og æstu so upp lýðinn og öldungana og hina skriftlærðu, hlupu að og gripu hann, burtleiddu fyrir ráðið og settu til ljúgvotta sem segja skyldu: [ „Þessi maður lætur eigi af að tala háðyrði í gegn þessum heilaga stað og lögmálinu. Því að vér heyrðum hann segja: Jesús af Naðsaret mun þennan stað niðurbrjóta og umhverfa þeim setningum er Moyses hefur oss gefið.“ Og allir sem í ráðinu sátu horfðu á hann og sáu að hans ásjóna var so sem önnur engils ásjána.