IIII.

Og Drottinn sagði til Jósúa: „Útveljið tólf menn, einn af hverri ættkvísl, og bjóðið þeim og segið: Takið upp tólf steina af Jórdan úr þeim sama stað sem prestarnir standa á og berið þá steina yfir um með yður og berið þá í þann stað sem þér skuluð vera þessa nótt.“ [

Þá kallaði Jósúa tólf menn sem til voru skikkaðir af Ísraelssonum, sinn af hverri ættkvísl, og sagði til þeirra: „Gangið yfir um fyrir Drottins örk mitt í Jórdan og taki sinn stein hver yðar á sínar axlir eftir ættartölu Ísraelssona so þeir sé til merkis á millum yðar. Þá yðar börn spyrja sína feður hér að og segja: Hvað þýða þessir steinar hér? að þér megið þá segja þeim hversu áin Jórdan skildist að fyrir Guðs sáttmálsörk þá þeir gengu þurrum fótum yfir um Jórdan, að þessir steinar sé Ísraelssonum til ævinlegrar minningar.“

Þá gjörðu Ísraelssynir sem Jósúa bauð þeim og báru þá tólf steina mitt úr Jórdan so sem Drottinn sagði til Jósúa, eftir ættkvíslatölu Ísraelssona, og báru þá með sér yfir um allt til þess staðar sem þeir lágu um nóttina og létu þá þar vera. Og Jósúa uppreisti tólf steina mitt í Jórdanar farveg þar sem prestanna fætur stóðu sem báru sáttmálans örkina og þeir eru þar enn nú á þessum degi. Því að kennimennirnir þeir sem báru örkina stóðu mitt í Jórdan þar til að það var allt fullkomnað sem Drottinn hafði boðið Jósúa að segja til fólksins, svo sem Móses hafði áður bífalað Jósúa. Og fólkið hraðaði sér og gekk yfir um.

En þegar fólkið var nú allt saman yfir um komið þá fór og örk Drottins yfir um og prestarnir undan fólkinu. [ En þeir synir Rúben og Gað og helftin af Manasses kyni gengu vopnaðir fyrir Ísraelssonum, so sem Móses hafði sagt til þeirra, nær fjörutígi þúsundir búnir til bardaga, og þeir gengu fyrir Drottni til að stríða á völlum Jeríkó. Og á þeim degi gjörði Drottinn Jósúa vegsamlegan fyrir öllum Ísrael og þeir óttuðust hann so sem þeir óttuðust Mósen alla hans daga.

Og Drottinn sagði til Jósúa: „Bjóð þú prestunum, þeir sem bera vitnisburðarörkina, að þeir stígi upp úr Jórdan.“ [ Og Jósúa bauð þeim það og sagði: „Gangið úr Jórdan.“ Og þá prestarnir sem báru Drottins örk komu upp úr Jórdan og stigu á þurrt land sínum fótum þá féll áin jafnsnart aftur í sinn farveg og rann so full upp á bakka sem áður. Og þetta skeði þann tíunda dag í þeim fyrsta mánaði að fólkið sté upp úr Jórdan og setti sínar herbúðir í Gilgal fyrir austan borgina Jeríkó.

Og Jósúa setti þá tólf steina upp í Gilgal sem þeir tóku úr Jórdan og sagði til Ísraelssona: „Þá yðar börn spyrja sína feður síðar meir og segja: Hvað merkja þessir steinar? þá skulu þér kunngjöra þeim það og segja: Ísraelssynir gengu þurrum fótum yfir um Jórdan á þeim tíma þá Drottinn yðar Guð lét ána Jórdan þurrkast fyrir yður þar til þér komust yfir um, so sem Drottinn yðar Guð gjörði í Rauðahafi þá hann þurrkaði það og so fyrir oss, so lengi sem vér gengum þar yfir um, so að allt fólk á jörðunni megi viðurkenna hönd Drottins, hvað megtug hún er, so að þér alla tíma óttist Drottin yðar Guð.“ [