XXVI.

Og það skeði á því ellefta árinu, þann fyrsta daginn þess fyrsta mánaðarins, að orð Drottins skeði til mín og sagði: [ Þú mannsins son, fyrst það að Tyrus segir yfir Jerúsalem: „Heija! Borgarhliðin fólksins eru niðurbrotin! Nú er það komið til mín, eg fyllunst nú fyrst hún er í eyði lögð!“ þar fyrir segir Drottinn Drottinn so: Sjá þú, eg vil til við þig, Tyrus, og eg vil flytja yfir þig margar heiðnar þjóðir líka svo sem að eitt sjávarhaf það forhefur sig með sínum bylgjum. [ Þeir skulu fordjarfa múrveggina í Tyro og ofanbrjóta hennar turna, já eg vil og einnin því duftinu í burt feykja sem fyrir henni er og eg vil gjöra hana að berum steini og að einum hólma í hafinu þar eð þeir mega útbreiða sín fiskinet. Því að eg hefi talað það, segir Drottinn Drottinn. Og hún skal verða heiðingjunum að herfangi og hennar dætur sem liggja á sléttlendinu skulu drepnar verða fyrir sverði og þeir skulu formerkja að eg er Drottinn.

Því svo segir Drottinn Drottinn: Sjá þú, eg vil láta Nabúgodonosor konunginn af Babýlon koma yfir Tyro frá norðrinu (hann sem er einn konungur yfir öllum konungum) með víghesta, vagna og riddaralið og með einn mikinn mannfjölda. Hann skal í hel slá þínar dætur sem á sléttlendinu liggja. En á móti þér skal hann uppbyggja hervirki og girðingar gjöra og herskjöldu útbúa á móti þér. Hann skal með [ veðrum þína múrveggi niðurbrjóta og þína turna meður sínum hervopnum ofanrífa. Jóreykur af fjöldanum hans víghesta skal hylja þig. Svo skulu og einnin þínir múrveggir skjálfa af brakinu víghestanna riddaranna og hjólanna nær eð hann mun inndraga um þín borgarhlið, líka sem það menn plaga inn að draga út í einn niðurbrotinn stað. Hann mun með fótunum sinna hesta niðurtroða öll þín stræti, þitt fólk mun hann meður sverðinu niðurdrepa og þína sterka stólpa að jörðu ofan rífa. Þínu góssi skulu þeir ræna og í burt grípa þinn sölueyrir. Þína múrveggi skulu þeir ofanbrjóta og þín fegurðarhús niður rífa og þeir munu þínu múrgrjóti, húsaviði og sorpi útkasta á vatnið. Og svo vil eg gjöra einn enda á þínum sönghljóðum og sláttarhljómurinn þinnar hörpu skal ekki meir heyrður verða. Og eg vil gjöra þig að berum steini og að einum hólma þar eð þeir útbreiða sín fiskinet á so að þú skalt ekki meir upp aftur byggjast. Því að eg er Drottinn sem þetta talar, segir Drottinn Drottinn.

Svo segir Drottinn Drottinn í mót Tyro: Hvað gildir það að þær eyjarnar munu skelfast við nær eð þú skalt svo skemmilega falla og þá eð þínir hinir sárum lemstruðu munu stynja, þeir sem í þér skulu drepnir verða. Allir þeir höfðingjarnir við sjóinn skulu afsettir verða sínum stólum og af sér leggja sína kyrtla og afklæða sig sínum tignarbúningi og ganga í sorgarklæðum og sitja á jörðunni og þeir skulu skelfast við það og ugga um sig yfir þinni svo næsta skyndilegri hrapan. Og þeir skulu sárgrætilegana harma þig og segja af þér: „Aví, hvernin ert þú so með öllu í eyði orðinn, þú hinn nafnfrægi staðurinn, sem liggur við sjóinn og vart so megtugur á sjávarhafinu meður þínum innbyggjurum svo að allt landið var hrætt við þig! Aví, hversu hræddar voru eyjarnar um sig af þinni hrapan, já þeim eyjunum í hafinu ógnaði þín foreyðsla!“

Svo segir Drottinn Drottinn: Eg vil gjöra þig að einum eyðistað svo sem þá aðra staði þar enginn inni býr og eg vil láta eitt mikið vatsflóð koma yfir þig svo að mikil vötn skulu hylja þig. Og eg vil kasta þér niður til þeirra sem ofan fara í gröfina, sem er til hinna dauðu. Eg vil hrinda þér ofan, niður undir jörðina, og gjöra þig svo sem eina eilífa eyðimörk meður þeim sem í gröfina niður fara svo að enginn skuli í þér búa. Eg vil gjöra þig, þú hin prýðilega, í landinu lifandi manna, já eg vil gjöra þig að skelfingu svo að þú skalt ekki meir til vera og nær eð þeir spyrja að þér þá skulu þeir aldreigi finna þig eilíflegana, segir Drottinn Drottinn.