IX.

Eftir þetta allt gengu þeir hinu yppörstu til mín og sögðu: „Ísraelsfólk, prestarnir og Levítarnir eru eigi skildir frá fólkinu í landinu eftir þeirra svívirðingum, sem er Chananiter, Hetiter, Pheresiter, Jebusiter, Ammoniter, Moabiter, Egyptar og Amorítaþjóðir, því að þeir hafa tekið þeirra dætur og syni og samanblandað því heilaga sæði við landsins fólk og hendur höfðingjanna og ráðsherranna voru helstar í þessum misgjörningi.“

En sem eg heyrði þetta þá reif eg mín klæði og minn möttul, eg reif og mitt hár og skegg og sat einsamall. En allir þeir sem óttuðust Israelis Guðs orð söfnuðust til mín sökum þvílíkrar stórrar yfirtroðslu. Og eg sat einsamall allt til kveldoffurs. En um kveldsoffrið stóð eg upp af minni hryggð, sundurrífandi mín klæði og mitt yfirfat og fallandi á mín kné og útbreiddi mínar hendur til Drottins míns Guðs og sagði:

„Minn Guð, eg skömmunst mín og hef ekki djörfung að upplyfta mínum augum til þín, minn Guð, því að vorar syndir eru vaxnar yfir vort höfuð og vor misgjörningur tekur allt í himininn. [ Frá vorra forfeðra dögum höfum vér verið í stórum sökum allt til þessa dags og fyrir sakir vorra misgjörninga erum vér og vorir kóngar og kennimenn gefnir undir annarlegra kónga hendur í öðrum löndum, undir sverðið, til herleiðingar, til ráns og kinnroða, svo sem enn sker á þessum degi.

En nú er oss ein lítil og fljótleg náð sken af vorum Drottni Guði að þar er enn nú nokkuð af oss eftir orðið so að hann gefi oss einn [ nagla í sínum heilaga stað svo að vor Guð upplyfti vor augu og gæfi oss eitt lítið líf í vorum þrældómi. Því vér erum þénarar en vor Guð yfirgefur oss ekki í vorum þrældómi og hann hefur snúið sinni miskunnsemi til vor fyrir kóngunum í Persia að þeir hafa látið oss lifa og hafa upphafið vors Guðs hús og endurbætt þess niðurfall og gefið oss eina girðing í Júda og Jerúsalem.

Nú hvað skulum vér segja, vor Guð, sökum þess að vér höfum yfirgefið þín boð sem þú hefur boðið og sagt við þína þénara og spámenn: Það land í hvert þér komið til að eignast það það er eitt saurugt land sökum fólksins óhreinleika sem í landinu er og þeirra margfaldlegra svívirðinga með hverjum þeir hafa það fullt gjört með allsháttuð óhreinindi bæði hér og þar.

Svo skulu þér nú ekki gefa þeirra dætur yðrum sonum, eigi heldur skulu þér taka þeirra sonu til yðra dætra og leitið ekki þeirra friðar né góða ævinlega svo að þér verðið megtugir og etið af þeim gæðum í landinu og gefið það yðar afkvæmi til arfs ævinlega.

Og sökum alls þess sem nú er komið yfir oss fyri vorra vondra misgjörninga sakir og sökum vorra stórra synda þá hefur þú, vor Guð, þyrmt vorum illskum og gefið oss eina frelsan so sem það stendur fyrir vorum augum. [ En vér höfum umsnúið oss og forlétum þín boð og gjörðum tengdir við fólk þessara svívirðinga. Viltu þá vera reiður við oss þar til það er með öllu úti að þar er ekkert eftir og að engin viðhjálp verður? Drottinn Israelis Guð, þú ert réttlátur því að vér erum eftir orðnir til að frelsast so sem það á þessum degi fyrir sjónum er. Sjá nú, vér erum fyrir þér með vora skuld því enginn kann að standast fyrir þér þess vegna.“