III.

Jóram son Akab varð kóngur yfir Ísrael í Samaria á því átjánda ári Jósafat kóngs Júda og ríkti tólf ár. [ Og hann gjörði það sem Drottni illa líkaði, þó eigi so sem hans faðir og hans móðir. Því hann burt tók Baals skúrgoð sem hans faðir lét gjöra. En þó gekk hann fram eftir syndum Jeróbóam sonar Nebat sem Ísrael kom til að syndgast og lét þar ekki af.

Og Mesa Móabítakóngur hafði fjölda sauða. Hann greiddi skatt Ísraelskóngi, hundrað þúsund lambareyfi og reyfi af hundrað þúsund hrútum. En sem Akab var dauður þá féll kóngur Moabitarum frá Ísraelskóngi. [ Síðan fór Jóram kóngur út af Samaria á þeim sama tíma og safnaði að sér öllum Ísrael. Og han sendi burt til Jósafat kóngs í Júdag og lét segja honum: „Kóngur þeirra Moabitarum er fallinn frá mér. Kom með mér að berjast við þá Moabites.“ Hann svaraði: „Eg vil koma, eg er sem þú og mitt fólk svo sem þitt fólk og mínir hestar svo sem þínir hestar.“ Og hann sagði: „Um hvern veg viljum við fara upp þangað?“ Hann sagði: „Á þann veg sem liggur um Edóms eyðimörk.“

Svo ferðuðust þeir Ísraelskóngur og kóngur Júda og kóngurinn af Edóm. Og sem þeir höfðu flutt her sinn sjö daga í samt þá hafði herinn og það kvikfé sem var með þeim ekkert vatn. Þá sagði Ísraelskóngur: „Ó vei, Drottinn hefur kallað þessa þrjá kónga saman að hann gefi þá í hendur Moabitarum.“ [ Jósafat svaraði: „Er hér enginn spámaður Drottins so vér megum spyrja Drottin að ráðum fyrir hann?“ Þá svaraði einn af Ísraelskóngs þénurum og sagði: „Hér er Eliseus son Safat sem gaf vatn á Elías hendur.“ Jósafat sagði: „Hjá honum er orð Drottins.“ Svo fóru þeir Ísraelskóngur og Jósafat og Edómskóngur ofan til hans.

Þá sagði Eliseus til Ísraelskóngs: „Hvað hefur þú með mig? Far burt til spámanna föðurs þíns og móður þinnar.“ Ísraelskóngur svaraði honum: „Nei, því að Drottinn hefur samansafnað þessum þremur kóngum að hann gefi þá í hendur þeirra Moabitarum.“ Eliseus svaraði: „Svo sannarlega sem Drottinn Sebaót lifir fyrir hvers augliti eg stend: Ef eg sæja ekki Jósafats andlit Júdakóngs skydla eg þig hverki augum sjá né líta. En kallið til mín þann mann sem vel leikur psalterium.“ Nú sem sá maður tók að leika þá kom Drottins hönd yfir hann. [ Og hann sagði: „Svo segir Drottinn: Gjörið grafir hér og hvar hjá þessum læk. Því so segir Drottinn: Þér skuluð hverki sjá vind né regn, þó skal þessi lækur verða fullur af vatni svo að þér, yðrir þénarar og yðvart kvikfé skal drekka þar af. Þar með er það lítilsvert fyrir Drottin, hann skal og gefa Moabitas í yðar hendur svo að þér munuð slá allar þeirra sterkustu borgir og alla útvalda staði. Þér skuluð og upphöggva öll ávaxtarsöm tré og þér skuluð byrgja alla vatsbrunna og hylja grjóti alla ágæta akra.“

Árla morguns, um fórnfæringartíma, sjá, þá kom þar rennanda vatn á vegi sem liggur frá Edóm og uppfyllti landið með vatn.

En sem allir Moabiter spyrja þetta að kóngar voru komnir með her í mót þeim þá kölluðu þeir alla þá til samans sem vopnum gátu valdið og fluttu herinn til sinna landamerkja. Snemma morguns tóku Moabite sig upp og sólin gekk upp og skein á vatnið og voru þá vötn þeim Moabitis svo rauð að sjá sem blóð væri. [ Þá sögðu þeir: „Það er blóð, kóngarnir hafa barist sín á milli og drepist niður. Móab, far nú og tak herfang!“ En sem þeir komu til Ísraels herbúða þá stóð Ísrael upp og sló þá Moabiter og þeir flýðu fyrir þeim. En þeir komu og slógu Móab og niðurbrutu borgirnar og hver kastaði sínum steini á alla góða akra og fylltu þá af grjóti og þeir tilbyrgðu allar vatsuppsprettur og hjuggu niður öll góð tré svo lengi að þar var ekki eftir utan steinarnir af múrnum. [ Og þeir gáfu sig til hans með valslöngum og slógu hann.

En sem Moabiterkóngur sá að í óefni var komið fyrir honum þá tók hann sjö hundruð manna til sín, þá inu fræknustu, og vildi brjótast fram í mót kónginum af Edóm. En þeir gátu það ekki. Síðan tók hann sinn frumgetinn son hver að verða átti kóngur í hans stað og offraði honum upp á múrnum til brennioffurs. [ Þá varð Ísrael mjög reiður og þeir drógu frá honum og sneru aftur í sitt land.