Annar Sancti Péturs pistill

I.

Símon Petrus, þjón og postuli Jesú Christi,

Þeim sem meður oss þá sömu dýrmætu trú hafa hlotið í réttlætinu því sem að Guð gefur og lausnarinn Jesús Christus:

Náð og friður áaukist yður fyrir kynning Guðs og Jesú Christi vors Drottins.

Af því oss eru allsháttaðar hans guðlegir kraftar veittir (hverjir til lífernis og guðlegs athæfis henta) fyrir viðurkenning þess sem oss hefur kallað fyrir sína dýrð og dyggð, fyrir hverja hið dýrmætasta og hið allra stærsta fyrirheit er oss veitt so að þér fyrir það sama hluttakarar yrðuð guðlegrar náttúru ef þér flýið forgengilegar girndir veraldarinnar.

Því hafið þar alla kappsmuni á og auðsýnið í yðari trú dyggðina og í dyggðinni vitsmunina og í vitsmununum hófsemina og í hófseminni þolinmæðina og í þolinmæðinni guðræknina og í guðrækninni bróðurlegan kærleika og í bróðurlegum kærleika almennilegan kærleika. Því ef þetta er gnóglegt hjá yður þá mun það ekki yður iðjulausa né óávaxtarsama vera láta í viðurkenningu Drottins Jesú Christi. En hann sem þetta hefur ekki, sá er blindur og forgleymir hreinsun sinna fyrri synda.

Fyrir því vil eg eigi afláta að áminna yður jafnlega um þetta þó að þér vitið það og eruð styrkvir í nálægum kærleika. Því að eg held það réttilegast so lengi sem að eg em í þessu hreysi að uppvekja og á að minna yður. Því eg veit það eg hlýt snarlega mitt hreysi af að leggja af því eð vor Drottinn Jesús Christus hefur mér opinberað. En eg vil kapps um kosta það þér jafnan (eftir mína útför) hefðuð slíkt til minnis að halda.

Því að eigi höfum vér þeim dæmafróðum frásögum eftirfylgt þá vér gjörðum yður kunnan kraft og hingaðkomu vors Drottins Jesú Christi heldur höfum vér sjálfir séð hans dýrð þann tíð hann af Guði föður meðtók dýrð og heiðran fyrir raustina sem til hans skeði í mikilli dýrð, þess háttar: „Þessi er minn elskulegi sonur á hverjum eg hefi þóknan.“ [ Og þessa raust heyrðu vér af himnum verða þá er vér vorum með honum upp á fjallinu helga.

Vér höfum öflugt spádómsorð og þér gjörið vel þér hafið þar gát á svo sem að því ljósi þar lýsir í myrkvum stað þar til dagurinn birtir og morgunstjarnan upprennur í yðrum hjörtum. Og það skulu þér fyrst vita að enginn spádómur í Ritningunni sker að eiginlegri útleggingu. [ Því að þar hefur eigi nokkurn tíma neinn spádómur eftir mannsins vilja framfluttur verið heldur af heilögum anda tilknúðir hafa þeir Guðs heilagir menn talað.