XVI.

Þetta er byrðarþunginn yfir Móab. [ Á náttarþeli kemur foreyðsla yfir Ar í Móab, hún er í burtu. Á náttartíma kemur foreyðing yfir Kír í Móab, hún er í burtu. Þeir ganga upp til Baít og Díbon til þeirra altaranna so að þeir gráti og ýli yfir Nebó og Medba í Móab. Allra höfuð er hárlaust, allra skegg er í burt rakað. Á sínum gatnamótum ganga þeir meður hærusekkjum vafðir, upp á sínum ræfrum og strætum ýla þeir allir og ganga grátandi þar ofan af. Hesbon og Eleale æpa so hátt að það heyrist til Jahsa. Þar fyrir kveina hinir herklæddu í Móab það þeirra sálum gengur illa.

Mitt hjarta kallar á Móab, þeirra flóttamenn flúðu frá þeirri þrevetri [ kýrinni allt til Sóar því þeir ganga ofan til Lúít og gráta og á veginum til Hórónaím þar upphefst ein aumleg kveinan því að þau vötnin til Nimrím þverra svo það heyið visnar og grasið uppþornar og öngvar grænar jurtrir vaxa þar. Því að þau auðæfin sem þeir hafa til samans dregið og það fólk sem þeir hafa útbúið flyst í burt yfir um þann víðirunnalækinn. Eitt hryggðarkall gengur um kring í landsálfum Móab, kveinan þeirra tekur allt til Egglaím og þeir gráta í hjá brunninum Elím það vötnin til Dímon eru full af blóði. Þar að auk vil eg enn meira koma láta yfir Dímon, bæði yfir þá sem undan hafa komist frá Móabs leónum og yfir þá sem eftir blífa í landino.

Kæri, útsendi þér landsins herrar lömbin af [ Sela úr eyðimörkinni til fjallsins dótturinnar Síon. En líka sem einn fugl flýgur í burt sá eð af sínu hreiðri verður í burt drifinn, líka so munu verða þær dæturnar Móab nær eð þær ganga fram hjá Arnon. Safnið ráðum, hafið þingstefnur, gjör þér skugga um miðdegi líka sem nótt. Fel þú þá flóttamennina og legg ei til þeirra sem flúið hafa. Leyf þú mínum flóttamönnum í hjá þér að herbergja. Kæri Móab, vert þeirra verndarskjól fyrir foreyðaranum, þá mun sá kvalarinn einn enda hafa og sá fordjarfarinn linna og sá niðurþrykkjarinn afláta í landino.

Og þar mun einn stól tilreiddur verða fyrir miskunnsemina og þar mun einn upp á sitja í sannleikanum, út í tjaldbúð Davíðs, og dæma og traktera eftir réttinum og framfylgja réttlætinu.

En vér höfum heyrt út af drambsemi Móab það hún sé mikil, so það hennar drambsemi, stærilæti, reiði er meiri en hennar magt. Þar fyrir mun hver Móabíti æpa yfir öðrum, allir saman munu þeir æpa, yfir grundvellinum borgarinnar Kír Hareset munu hinir lemstruðu sýta. [ Því að Hesbon er ein eyðijörð orðin, víngarðurinn til Síbma er fordjarfaður. Herrarnir meðal heiðinna þjóða hafa hans eðla vínviðarkvistu í sundurslegið og eru komnir allt til Jaeser og draga um kring í eyðimörkinni, hennar eðla vínviðir eru í sundurdreifðir og yfir um hafið í burt fluttir.

Þar fyrir græt eg fyrir Jaeser og vegna þess vínviðarins til Síbma og úthelli mörgum tárum vegna Hesíbon og Eleale. Því að þar er eitt [ sönghljóð í þína sumarvinnu og haustyrkju innfallið so það gleðin og fögnuðurinn er af akurlöndunum í burt horfinn og í þeim víngörðunum kveða þeir ei né gleðja sig. Þar mun ekkert vín útþrykkjast af vínþrúgunum, á söngnum hefi eg einn enda gjört, þar fyrir hljóðar mitt hjarta yfir Móab líka sem ein harpa og mín iður yfir Kír Hares. Þá mun það opinskárt verða hvernin það Móab muni erfitt veita í hjá þeim öltörönum og hvernin það hann sé genginn til sinnar kirkju að biðjast fyrir og hafi þó öngu til staðar komið. Þetta er það hvað Drottinn hefur talað í gegn Móab í það sama sinn en nú mælir Drottinn og segir: Á þrimur árum líka sem það eins verkmanns ár eru þá mun vegsemdin í Móab lítil verða í þeim mikla mannfjölda so það mjög fáir eftir blífa og eigi margir. [