II.

Þér í Síon, blásið með herlúðrum, hrópið á mínu heilögu fjalli! Skjálfið, allir innbyggjarar landsins, því dagur Drottins kemur og er í nánd, einn myrkur dagur og dimmur dagur, einn þykkmikill dagur, einn þokudagur, líka sem einn morgunroði útbreiðir sig yfir fjöllin, sem er eitt stórt og megtugt fólk hvers líki fyrr hefur aldrei verið og eigi hér eftir meir vera skal æ og að eilílfu. Þar gengur undan honum einn eyðandi eldur og eftir honum brennandi logi. Landið er fyrir honum sem einn fagur aldingarður en á bak honum sem ein eyðimörk og enginn skal sleppa hjá honum. Þeir eru þvílíkast að sjá sem hestar og renna sem riddarar, þeir stökkva upp á fjöllunum líka sem þá hjölvagnar slarka eða sem logi snarkar í hálmi, so sem eitt megtugt fólk það til bardaga býst.

Fólkið fælist fyrir honum, öll andlit eru so bleik sem pottar fágaðir. Þeir skulu hlaupa sem riddarar og stökkva á múrinn sem stríðsmenn. Sérhver einn skal strax framhlaupa sinn veg og ekki af sér sitja. Enginn mun annan villa heldur skal hver framdraga í sinni fylkingu. Þeir skulu brjótast fram á millum vopnanna og ekki sárir verða. Þeir skulu ríða um kring í stöðunum, hleypa á múrinn og innstíga í húsin og smjúga í gegnum vindaugun sem þjófar.

Landið skelfur fyrir honum og himinninn bifast, sólin og tunglið verður myrkt og stjörnurnar innihalda sínu skini. Því að Drottinn skal láta sínar reiðarþrumur fram ganga fyrir sínum her því hans her er mjög stór og megtugur, hver eð fullkomna skal hans bífalning. Því að herrans dagur er stór og mjög ógnarlegur og hver mun kunna að líða hann?

So segir nú Drottinn: [ Snúið yður til mín af öllu yðar hjarta með föstum, með gráti og kveini. Rífið yðar hjörtu en ekki yðar klæði og snúið yður til Drottins yðars Guðs því hann er góðgjarn, miskunnsamur, þolinmóður og harla náðugur og snart angrar hann þó hann hirti og straffi. Hver veit nema það angri hann enn og láti eina blessan blífa eftir sig til að offra matoffur og drykkjaroffur fyrir Drottni yðar Guði?

Blásið í lúðra, þér í Síon, helgið eina föstu, kallið almúgann til samans, samansafnið fólkinu, helgið almúgann, safnið öldungunum til samans, komið ungum börnum og brjóstmylkingum til samans. Brúðguminn gangi af sínu herbergi og brúðurin af sínu brúðarhúsi. Látið prestana, Drottins þénara, gráta á millum musteris og altaris og segja: [ „Drottinn, þyrmdu þínu fólki og lát þína arfleifð ekki verða til smánar so að heiðingjar drottni yfir þeim. Hvar fyrir viltu láta segja á meðal þjóðanna: Hvar er nú þeirra Guð?“

So skal Drottinn vandlæta um sitt land og hlífa sínu fólki. [ Og Drottinn skal svara og segja til síns fólks: „Sjáið, eg vil yfirfljótanlega sendi yður korn, vín og viðsmjör so þér skuluð hafa nóg þar af. Og eg vil láta yður ei lengur verða til smánar fyrir heiðingjum. Og eg vil drífa þá af norðrinu langt í burt frá yður og kasta þeim í eitt þurrt og autt land sem er hans nadlit út til hafsins í austur og hans enda til hins yðsta hafs. Hann skal fúna og illa lykta því hann hefur gjört stóra hluti. Óttast þú ekki, mitt góða land, heldur ver glaðvært og í góðu geði því Drottinn kann að gjöra mikla hluti. Óttist ekki, þér dýrin á mörkinni, þvi byggðirnar í eyðimörkinni skulu grænkast og eikurnar blómgast, fíkjutrén og víntrén skulu og ávöxt bera.

Og þér Síonsbörn, gleðjið yður og fagnið í Drottni yðrum Guði hver yður gefur kennifeður til réttlætis og yður sendir ofan að morginregn og kveldskúrir so sem fyrrmeir so að hlöðurnar fyllist með korn og vínþrúgurnar hafa skuli yfirfljótanlega vín og oleum. [ Og eg vil yður þau árin endurgjalda hver að engispretturnar og tréormarnir, kálormarnir og aðrir vondir ormar (sem var minn stóri her hvern eg sendi á meðal yðar) hafa uppetið, so þér skuluð hafa nógar fæðslur og göfga Drottins yðars Guðs nafn sá eð dásamlega hluti hefur gjört yðar á meðal og mitt fólk skal ei lengur til skammar verða. Og þér skuluð vita að eg em mitt á meðal Ísrael og að eg er Drottinn yðar Guð en enginn annar og mitt fólk skal ekki lengur að skömm verða.

Og eftir það vil eg úthella mínum anda yfir allt hold so að yðar synir og dætur skulu spá, yðar öldunga skal drauma dreyma og yðar smábörn skulu sjónir sjá. [ Og á þeim dögum vil eg útausa mínum anda bæði yfir þræla og ambáttir. Og eg vil gjöra undarleg teikn á himni og jörðu, sem er blóð, eld og reykjarsvælu. Sólin skal snúast í myrkur og tunglið í blóð áður en sá mikli og ógnarlegi dagur Drottins. Og það skal ske að hver sem ákallar nafn Drottins hann skal hólpinn verða. [ Því að upp á Síonfjalli og í Jerúsalem skal ein verndan vera so sem Drottinn hefur sagt og so hjá þeim öðrum sem eftir eru orðnir hverja Drottinn mun kalla.