Og Guð blessaði Nóa og hans sonu og sagði til þeirra: „Vaxið og margfaldist og uppfyllið jörðina. [ Yðar ótti og ógn skal vera yfir öllum dýrum á jörðunni og yfir öllum fuglum loftsins og yfir öllum skriðkvikindum á jörðunni og allir fiskar í sjónum skulu vera gefnir í yðar hendur. Allt það sem hrærist og lifir skal vera yðar matur, so sem grænar jurtir hefi eg gefið yður alla hluti.

Alleinasta etið ekki það kjöt sem enn nú lifir í sínu blóði. Því eg vil hefna yðar lífs blóðs og eg vil hefna þess á öllum dýrum. Og eg vil hefna mannsins lífs á hverjum manni, so sem á þeim sem að er hans bróðir.

Og hver sem úthellir mannsins blóði, hans blóð skal og so úthellast fyrir manninn. [ Því Guð hefur skapað manninn eftir sinni mynd. Vaxið og margfaldist og hrærið yður á jörðunni so að þér megið verða margir á henni.“

Og Guð sagði til Nóa og til hans sona með honum: „Sjáið: Eg uppset einn sáttmála við yður og við yðart sæði eftir yður og við lifandi dýr hjá yður, af fuglum, af fé og af öllum dýrum á jörðunni hjá yður, af öllu því sem gekk út af örkinni, hvað helst dýr þar eru á jörðunni. [ Og eg uppset so minn sáttmála við yður að hér eftir skal ekki meir allt hold eyðileggjast af flóði vatna og þar skal ekki framar koma vatsflóð hér eftir að fordjarfa jörðina.“

Og Guð sagði: „Þetta er teikn þess sáttmála sem eg hefi sett á millum mín og yðar og allra lifandi dýra hjá yður hér eftir til ævinlegrar tíðar. Eg hefi sett minn boga í skýjunum, hann skal vera eitt teikn á þeim sáttmála millum mín og jarðarinnar. [ Og þegar það sker að eg færi ský yfir jörðina, þá skulu menn sjá minn boga í skýjunum og þá vil eg þenkja á minn sáttmála millum mín og yðar og allra lifandi dýra og allsháttaðs holds, að þar skal ei koma eitt vatsflóð hér eftir að fordjarfa allt hold. Þar fyrir skal minn bogi vera í skýjunum so eg kunni sjá á hann og þenkja á þann eilífa sáttmála á milli Guðs og allra lifandi dýra í öllu holdi sem er á jörðunni.“ Og Guð sagði það sama til Nóa: „Þetta skal vera teiknið á þeim sáttmála sem eg hefi uppreist millum mín og alls holds á jörðunni.“

Þessir eru Nóa synir sem gengu út af örkinni: Sem, Kam, Jafet. En Kam er Kanaans faðir. Þessir eru þeir þrír synir Nóa af hverjum öll lönd byggðust. [

En Nói tók til að fága jörðina með sínu erfiði og plantaði víngarða. Og sem hann drakk af víni varð hann drukkinn og lá nakinn í sinni tjaldbúð. [ Og sem Kam Kanaans faðir sá síns föðurs leyndarlim, þá sagði hann það báðum sínum bræðrum sem úti stóðu. En þeir Sem og Jafet tóku eitt klæði og lögðu uppá sínar báðar herðar og gengu á bak aftur þar til þeir huldu þeirra föðurs smán. Og þeir sneru sínum andlitum þar frá so að þeir sæju ei þeirra föðurs blygðan.

En sem Nói vaknaði af sínu víni og fékk að vita hvað hans yngsti son hafði gjört honum, þá sagði hann: „Bölvaður verði Kanaan, hann skal vera þræll allra þræla meðal sinna bræðra.“ [ Og enn sagði hann framar meir: „Lofaður verði Drottinn, Sems Guð, og Kanaan skal vera hans þræll. Guð útbreiði Jafet og láti hann búa í Sems tjaldbúðum, og Kanaan skal vera hans þræll.

Og Nói lifði eftir vatsflóðið þrjúhundruð og fimmtigu ár so að hans allur aldur varð níu hundruð og fimmtíu ár og hann andaðist. [