LII.

Eitt menntunarfræði Davíðs fyrir að syngja, þá Dóeg Edomita kom og kunngjörði Saul það og sagði: [ „Davíð kom í hús Akímelek“

Hvað hælist þú um það, þú illmenni, að þú fær skaða gjört? Með því Guðs mildi varir daglegana. Þín tunga ástundar skaða að gjöra og sker með lygunum svo sem hvassbeittur hárknífur.

Heldur mælir þú illt en gott og miklu framar fals en sannindi. Sela.

Feginn talar þú allt hvað til skaðræðis horfir með undirförullri tungu.

Þar fyrir mun einnin Guð [ foreyða þig og þig í sundurslá og í burt slíta þig úr sinni tjaldbúð og uppræta af jörðu lifandi manna. Sela.

Og hinir réttferðugu munu það sjá og óttast það, að honum munu þeir hlæja.

„Sjá þú,“ – segja þeir – „það er sá maður hver eð ei hélt Guð fyrir sitt hjálpræði

heldur treysti upp á sinn mikla ríkdóm og var megnugur til skaða að gjöra.“

En eg mun blífa so sem blómgaður viðsmjörsviður í Guðs húsi, treystandi upp á Guðs miskunn um aldir og að eilífu.

Eg þakka þér eilíflegana því þú kannt það vel að gjöra og eg vil vænta þíns nafns því að þínir heilagir hafa þar af gleði.