Og Ísraelssynir komu og allur almúginn í þá eyðimörku Sín á þeim fyrsta mánuði og fólkið lá í Kades. Og þar andaðist María og var þar jörðuð. [

Og almúgann brast vatn og safnaðist saman í mót Móse og Aron. [ Og almúginn þráttaði í gegn Móse og sagði: „Guð gæfi að vær hefðum dáið þar sem vorir bræður dóu fyrir Drottni. Því leiddu þið Guðs fólk hingað í þessa eyðimörk að vér skyldum so hér deyja með voru kvikfé? Og því færðir þú oss af Egyptalandi hingað í þennan vonda stað þar menn kunna ekki að sá, þar hvorki vaxa fíkjur né víntré og eigi granataepli og að auk þessa er hér ekki vatn að drekka.“ [

En Móses og Aron gengu frá almúganum í vitnisburðarins tjaldbúðardyr og féllu fram á sínar ásjónur. Og dýrðin Drottins birtist þeim og Drotitnn talaði við Mósen og sagði: „Tak þinn vönd og samansafna almúganum, þú og þinn bróðir Aron, og tala þú við steininn fyrir þeirra augum so þeir og heyri, þá mun hann gefa vatn af sér. So skaltu leiða þeim vatn af þeim steini og gef almúganum að drekka og hans fénaði.

Þá tók Móses vöndinn fyrir Drottni sem hann hafði bífalað honum. [ Og Móses og Aron samansöfnuðu almúganum til steinsins og sagði til þeirra: „Heyri þér óhlýðugir. Munu vér og geta leitt yður vatn af þessum steini?“ Og Móses upplyfti sinni hendi og sló tvisvar á steininn með vendinum. [ Þá kom mikið vatn út so að almúginn drakk og þeirra allur fénaður.

Og Drottinn sagði til Mósen og Aron: „Sökum þess að þið trúðuð mér ekki og helguðuð mig ekki fyrir Ísraelssonum þá skulu þið ekki innleiða þennan almúga í það land sem ég vil gefa þeim.“ Þetta er Mótmælisvatn, þar sem Ísraelssynir þráttuðu í gegn Drottni og hann helgaðist á þeim. [

Og Móses sendi boð af Kades til kóngs þeirra Edómítarum, segandi: „Ísrael þinn bróðir lætur þér so segja: Þú veist allt það erfiði sem oss hefur skeð, að vorir forfeður ferðuðust ofan í Egyptaland og vér bjuggum langa ævi í Egyptalandi og að Egyptarnir þjáðu oss og vora forfeður. [ Og vér kölluðum til Drottins, hann heyrði vora raust og sendi oss einn engil og leiddi oss af Egyptalandi. Og sjá nú, að vér erum nú í Kades stað hjá þínum landamerkjum: Leyf oss að fara í gegnum þitt land. Vér viljum hverki ganga yfir akra né víngarða og eigi heldur drekka vatnið af brunnunum, vér viljum fara þjóðgötur og víkja hverki til vinstri né hægri handar fyrr en vér erum komnir yfir þín landamerki.“

Og Edómítar sögðu til þeirra: „Þú skalt ekki reisa í gegnum mitt land, ella vil ég draga í móti þér með sverði.“ Ísraelssynir sögðu til hans: „Vér viljum fara þann beinsta veg og ef vér drekkum af þínu vatni, vér og vor fénaður, þá viljum vér það betala. Vér viljum ekki annars en ganga á fæti hér í gegnum. [ En hann sagði: „Þú skalt ekki ferðast hér í gegnum.“ Og Edómítarnir drógu út í móti þeim með miklu liði og með einni megtugri hönd. So vörnuðu Edómítar Ísrael að draga í gegnum þeirra landamerki. Og Ísrael veik frá þeim.

Og Ísraelssynir ferðuðust frá Kades og komu með allan almúgann til þess fjalls Hóreb. Og Drottinn talaði við Mósen og Aron á fjallinu Hór hjá Edómítis landamerkjum og sagði: „Safnist Aron til síns fólks, það hann skal ekki koma í það land sem ég hefi gefið Ísraelssonum. Því að þið voruð mínum munni óhlýðugir hjá Mótmælisvatni. Tak Aron og hans son Eleasar og leið þá báða uppá fjallið Hór og fær þú Aron af hans klæðum og fær þú hans son Eleasar í þau og Aron skal fara og deyja þar.“

Þá gjörði Móses sem Drottinn hafði bífalað honum og þeir gengu uppá fjallið Hór fyrir öllum almúganum. Og Móses færði Aron af sínum klæðum og færði hans son Eleasar í þau. Og Aron andaðist þar á því fjalli. [ En Móses og Eleasar gengu ofan af fjallinu. Og þá allur almúginn sá að Aron var í burt grétu þeir hann í þrjátygu daga, já, allt Ísraels hús.