XXIII.

Eg vilda eg kyna lás fyrir minn munn að setja og traust innsigli á mínar varir að þrykkja so að eg ei þar fyrir til falls komi og mín tunga mig ei fordjarfi.

Drottinn Guð faðir og herra míns lífs, lát mig ekki á milli lastaranna koma og lát mig ei á meðal þeirra tapast. Og það eg kynni mínar hugrenningar í taumi að halda og mitt hjarta með Guðs orði að aga og eg mér eigi hlífi hvar eg misgjörða so að eg uppreista ekki nokkra synd og uppsetta nokkra villu og gjörða mikið illt so að eg þyrfti fyrir mínum óvinum eigi að fortapast eða af þeim hæddur að verða. [

Drottinn Guð faðir og herra míns lífs, gæt þú mín fyrir óhæversku áliti og vík frá mér allri vondri lyst. Lát mig eigi falla í ofneyslu og saurlifnað og geym mín fyrir óskammfullu hjarta. [

Kæri synir, lærið að halda munninum því hver honum heldur sá forsjér sig eigi í orðunum so sem þeir hinir óguðhræddu, háðgjörnu og drambsömu þar fyrir falla. [

Ven þinn munn ekki til að sverja og við Guðs nafn að leggja því að líka sem sá þræll sem oft verður strýktur er ekki utan benjar so kann ekki heldur sá hreinn af syndum að vera sem oftsinnis sver og Guðs nafn við leggur. [

Hver sem sver oftlega sá syndgar oftlega og plágan mun eigi haf hans húsi ganga. Þó hann sverji og skilji ekki syndgar hann þó ekki að síður. En ef hann skilur og skeytir ei þar um þá syndgar hann tvelfaldlega. En sverji hann til [ ónýtis er hann eigi án syndar að heldur, hans hús mun harðlega hegnt verða.

Þar er ein dauðleg [ bölvan, þar fyrir geymi Guð hús Jakobs og þeir inu guðhræddu forðast soddan og saurga sig ekki með slíkri synd.

Ven ekki þinn munn til að sverja við hvert orð það það kemur af illu uppsátri.

Gleym ekki þíns föðurs og þinnar móður kenningu, þá muntu á milli herramanna sitja og þér mun ekki gleymt verða, so þú venjir þig ekki til heimskunnar og með seinasta vildir þú að þú hefðir ei fæddur verið og bölvar degi þinnar fæðingar.

Hver sig venur til [ hæðni sá bætir sig ekki sína lífdaga. [ Í annan tíma er ofmikið að syndga, í þriðja sinn færir það með sér hefndarpínuna.

Hver hann í brunanum er fanginn hann er sem annar glóandi eldur og hættir ekki allt þar til hann brennir sig sjálfur.

Einn lostasamur maður hefur öngva ró á sínum líkama þar til hann einn eld uppkveikir. [

Saurlífum manni er allur matur [ sætur og hann hættir ei fyrr en hann fullgjörir.

Einn maður sá hórdóm drýgir og hugsar með sjálfum sér: [ „Hver sér mig? Það er myrkt yfir mér og veggirnir leyna mér so enginn sér mig. Hvern skal eg forðast? Sá Hinn allra hæðsti skeytir ekki mínum syndum.“ Einn svoddan maður forðast aðeins mannanna augu og hugsar ekki að augu Drottins eru miklu skærri en sólin og sjá allt það sem mennirnir gjöra, og so einnin í heimugleg fylsni. Allir hlutir eru honum kunnugir fyrr en þeir verða skapaðir, jafnvel og þá þeir eru skapaðir. Sá sami maður mun opinberlega í staðnum straffaður verða so hann mun gripinn verða þá hann sjálfan sem minnst varir.

So mun það og ganga þeirri konu sem sinn mann forlætur og einn erfingja við öðrum getur. Fyrst er hún Guðs boðorði óhlýðin, í annan máta syndgast hún í móti sínum manni, í þriðju grein á hún börn í hórdómi við öðrum manni. Þessa munu menn af söfnuðinum útreka og hennar börn hljóta hennar að gjalda. Hennar börn munu ekki rótfestast og hennar kvistir munu öngvan ávöxt bera. Hún lætur bölvaða minning eftir og hennar skömm mun aldrei afmást. Þar af læra eftirkomendurnir að ekki neitt sé betra en óttast Guð og ekkert sætara en upp á Guðs boð að stunda.