IIII.

Þá Mardokeus fréttir allt það sem skeð var þá reif hann sín klæði og færði sig í sekk og ösku og gekk út mitt í staðinn, grétt hátt og aumlega og kom fyrir kóngsins port. En enginn mátti sá ganga inn um kóngsins port sem einn sekk yfir sér hafði. Og í öllum löndum þar kóngsins boð og orð komu þá var einn mikill harmur á meðal Gyðinga og margir föstuðu, grétu og syrgðu og lágu í sekk og ösku. Þá komu þjónustumeyjar Ester og hennar geldingar og undirvísuðu henni þetta. Þá varð drottningin mjög óttaslegin. Og hún sendi Mardokeo klæði að íklæðast og færa sig af sekknum. En hann vildi ekki meðtaka þau.

Þá lét Ester kalla til sín Hatak hver eð var einn af kóngsins geldingum sem henni var settur til þjónustu og bauð honum að hann skyldi ganga til Mardokeum og vita af honum hvað á ferðum væri og því hann léti svo. [ Þá gekk Hatak út til hans á stræti borgarinnar fyrir kóngins porti. Og Mardokeus sagði honum allt hvað títt var, hvernin að Aman hefði lofað að leggja silfur í kóngsins hirslur til glötunar Gyðingum. Og hann fékk honum eina útskrift af þessari bífalningu sem uppfest var í Súsan að þá skyldi eyðileggja og bað að hann skyldi sýna Ester þessa skrift og að kunngjöra henni að Mardokeus bæði hana að ganga inn fyrir kónginn og gjöra eina bæn til hans og biðja fyrir sínu fólki.

Og nú sem Hatak kom inn aftur og kunngjörði Ester Mardokei orð þá sagði Ester til Hatak og bauð honum að segja svo Mardokeo: „Öllum kóngsins þénurum er það vitanlegt og öllu fólki í kóngsins landi að hver sá maður sem gengur inn í kóngsins höll til kóngsins, hvert það er heldur maður eður kvinna, sem ekki er kallaður, hann skal strax deyja (nema svo sé að kóngurinn rétti að honum sína gullspíru svo að hann haldi lífinu). En í þrjátígi daga hefi eg ekki kölluð verið inn fyrir kónginn.

Og þá þessi orð Ester voru sögð Mardokeo þá bauð Mardokeus að segja Ester aftur þessi orð: „Ei skalt þú hugsa að þú munir aðeins frelsa þitt líf fyrir það að þú ert í kóngsins húsi heldur en allir aðrir Gyðingar. Og þó þú viljir þegja á þessum tíma þá mun þó Gyðingum koma frelsan og hjálp úr einhverjum öðrum stað en þú og þitt föðurs hús mun þá fyrirfarast. Og hver veit nema þú sért fyrir þess tíma sakir komin til kóngsríkisins?“ Þá bauð Ester að segja Mardokeo: [ „Far og kalla saman alla Gyðinga þá sem nú eru í Súsan og fastið fyrir mig svo þér hverki etið né drekkið í þrjá daga og þrjár nætur. Eg og mínar þjónustumeyjar skulum gjöra líka svo. Og þá vil eg ganga inn fyrir kónginn í móti lögmálinu; ef eg dey, þá dey eg.“ Mardokeus gekk í burt og gjörði allt það sem Ester hafði honum boðið.