II.

Hvar fyrir æða svo heiðnar þjóðir og fólkið hugsar so fáfengilega hluti?

Konungarnir landsins taka sig upp og höfðingarnir bera sín ráð saman móti Drottni og í móti hans [ smurða:

„Látum oss þeirra bönd í sundur slíta og í burt fleygja frá oss þeirra reipum!“

En hann sem á himnum býr hann spottar þá og Drottinn hæðir að þeim. Hann mun þá tala til þeirra í sinni reiði og í sinni grimmd mun hann skelfa þá:

„En eg hefi sett minn konung yfir mitt helgað fjall Síon.“

Eg vil af þeirri [ vísu prédika sem að Drottinn hefur talað til mín: „Þú ert minn sonur, í dag fædda eg þig.

Heimtu að mér og mun eg gefa þér heiðnar þjóðir í þína arfleifð og jarðarinnar yðsta enda þér til eignar.

Þú skalt í sundur slá þá með járnspíru og líka sem annað leirker þá skaltu í sundur brjóta þá.“

Látið yður nú undirvísa, þér konungar, og leiðrétta yður, þér sem eruð dómendur á jörðunni.

[ Þjónið Drottni með ótta og gleðjið yður með hræðslu.

[ Minnist við soninn svo að hann verði yður ekki reiður og þér fyrirfarist so á [ veginum.

Því að hans reiði mun snarlega upptendrast. En sælir eru þeir allir sem á hann treysta.