XLIII.

Nú vil eg prísa verk Drottins og út af heilagri skrift boða hans verk sem eg hefi þau lesið. [

Sólin gefur ljósið allri veröld og hennar ljós er það skærasta ljós. [

Það hefur og enn helgum mönnum aldrei gefið verið af Drottni að þeir kynni allar hans dásemdir út að segja því að Drottinn almáttigur hefur þær so miklar gjört og allir hlutir eru so mikillega eftir þeirra verðugleik lofandi.

Hann alleina rannsakar undirdjúpið og hjörtun mannanna og veit hvað þeir hugsa. Því að Drottinn veit alla hluti og sér á hverjum tíma hver hlutur ske skal. Hann boðar hvað umliðið er og ókomandi og opinberar hvað leynt er. Hann skilur allan heimugleik og honum er ekkert efni dulið. Hann auðsýnir sína miklu speki dýrðarlega og hann er frá eilífð til eilífðar. Menn kunna hann hverki að gjöra stærra né minna og hann þarf einskis ráð.

Hvað elskuleg að eru öll hans verk þótt að menn eigi utan einn neista þar út af þekkja kunni! Þau lifa jafnan og blífi ætíð og hvar til sem hann þeirra þarf þá eru þau öll hlýðin. Þau eru jafnan tvö í móts við tvö og eitt í móti einu og hvað hann gjörir þar er enginn brestur á og hefur sérhvað tilsett hvar til það skal sérdeilis nytsamlegt vera.

Og hver kann sig af hans dýrð saddan að sjá? Menn sjá hans dýrð af þeirri megtugu miklu hæð á þeirri kláru festing himinsins á þeim fagra himni. [

Þegar sólin kemur upp so boðar hún daginn. [ Hún er eitt dásemdarverk Hins hæsta. Um miðdegi þurrkar hún jörðina og hver kann fyrir hennar hita að standa? Hún gjörir heitara en margir ofnar og brennir fjöllin og blæs frá sér einum saman hitanum og gefur af sér slíka skæra geisla að hún blindar augun. Það hlýtur að vera einn mikill herra sem hana hefur gjört og henni hefur skipað so hart að hlaupa.

Og tunglið hlýtur um alla veröldina að skína í sinn tíma og mánuðina í sundur að greina og árinu út að skipta. [ Eftir tunglinu reikna menn hátíðarhöldin. Það er eitt ljós sem minnkar og aftur vex. Það gjörir mánuðina, það vex og umbreytist undarlega.

So og lýsir allur himneskur her í hæðinni á festing himinsins og þær skæru stjörnur prýða himininn. [ So hefur Drottinn boðið þeim í hæðinni veröldina að uppbirta. Fyrir Guðs orð halda þær sinni skikkan og þreytast ekki í sinni vöku.

Skoða þú regnbogann og lofa þann sem hann hefur gjört því að hann hefur fagra litu. [

Hann hefur himininn fínlega kringlóttan gjört og hönd Hins hæðsta hefur hann útvíkkað. [

Fyrir hans orð fellur mikill snjór og hann lætur þar undarlegar eldingar hvorar í móts við aðrar verða so að himinninn opnast. [ Skýin sveima líka sem þá fuglar fljúga, af krafti sínum gjörir hann skýin þykk so þar hrýtur hagl af. [ Hans reiðarþrumur skelfa jörðina og fjöllin bifast fyrir honum. [

Fyrir hans vilja blæs sunnanvindur og norðanvindur og líka sem fuglar fljúga so snúa sér vindarnir og dreifa um allt snjónum að hann slær sér í driftir líka sem þá grashoppur falla niður. [ Hann er svo hvítur að hann blindar augun og hjartað hlýtur að undrast so sjaldséð regn.

Hann dreifir hélunni á jörðina so sem salti og þegar frýs so verða ísdringlar so sem hvassir stafsoddar. [ Og þegar kaldur norðanvindur blæs so verður vatnið að ísi. [ Hvar vatn er þar blæs hann yfir og færir vatnið svo sem í eina harneskju. Hann graseyðir fjöllin og brennir eyðimerkur og visið gjörir allt þaðsem grænt er sem annar eldur. Þar í mót hjálpar dimm þoka og dögg eftir hitann, hún nærir allt aftur.

Með sínu orði ver hann sjónum að hann sig ei útbrjóti og hefur þar eylönd innsett. [ Þeir sem sjóferðast segja af hans háska og vér sem heyrum það undrust það. [ Þar eru sjaldsén undur, margs konar kvikindi og hvalfiskar, millum þeirra sömu skipferðast menn.

Snart að segja, fyrir hans orð standa allir hlutir. Þó vér alla reiðu margt skröfum þá kunnum vér því þó ekki að ná. Stuttlega að segja, hann er allt saman. Þótt vér hrósum mjög öllum hlutum, hvað skal það? Því hann er þó miklu hærri en öll hans verk. Drottinn er óumræðilega mikill og hans máttur er dásamlegur. Lofið og dýrkið Drottin, so mikið sem þér megið, þó er hann enn hærri. Prísið hann af öllum kröftum án afláti, þó munu þér það ekki höndlað geta. Hver hefur séð hann það hann kunni af honum að segja?

Hver kann so að vegsama hann sem hann er? Vér sjáum hinn minnsta part af hans verkum. Því að miklu fleiri eru enn fyrir oss dulin. Því að allt það sem er þa hefur Drottinn gjört og gefur það guðhræddum að vita.