XIX.

Betri er sá fátækur sem framgengur í sínum einfaldleik heldur en rangsnúinn maður með sínum vörum sem þó er fávís. [

Þar menn umganga ekki með skynsemd fer ekki vel [ fram og hver með fótunum er fljótur gjörir skaða.

Fáviska mannsins umsnýr hans vegi so að hans hjarta gremjist í móti Drottni.

Auðæfi gjöra marga vini en fátækur maður verður af sínum vinum forlátinn.

Einn ljúgvottur blífur ekki óhegndur og sá sem einarðlega framber lygi mun ekki undan hlaupa. [

Margur tekur vara upp á höfðingjans persónu og allir eru vinir þess sem gáfur gefur.

Fátækan mann hata allir hans bræður, þar með þá firrast hann og hans vinir og sá sig forlætur upp á orð ein hefur ekkert.

Sá sem skynsamur er hefur [ kært sitt líf og forsjáll maður finnur nokkuð gott.

Einn falsvottur blífur ekki óstraffaður og sá sem frílega talar lygð mun fyrirfarast.

Fávísum manni heyrir illa að hafa góða daga og miklu miður einum þræl að drottna yfir höfðingjum.

Sá sem að er þolinmóður han er hygginn maður og það er honum heiður að hann læst ódyggðina ekki vita.

Reiði kóngsins er sem [ grenjan ungs leóns en hans hylli er sem dögg á grasi. [

Fávís sonur er síns föðurs hörmung og kífin kona er sem ein drjúpandi húsþekja.

Hús og auðæfi fást eftir foreldrana en skynsöm kona kemur af Drottni. [

Leti gjörir svefn og iðjulaus sál mun hungur þola. [

Hver boðorðið varðveitir hann varðveitir sitt líf en sá sínum vegi gleymir mun [ deyja.

Hver fátækum miskunnar sá lánar Drottni, hann mun það góðu endurgjalda.

Tytta þú son þinn á meðan nokkur von er fyrir höndum en lát þú ekki sál þína verða til hrærða að drepa hann. [

Því að mikill grimmleiki gjörir skaða, þar fyrir gef hann lausan, so kanntu hann betur að aga.

Hlýð þú ráðleggingunni og meðtak ávítanina so að síðar meir verðir þú hygginn. [

Þar eru margar ráðagjörðir í eins manns hjarta en ráð Drottins stendur stöðugt.

Einn mann prýða hans velgjörðir og betri er einn fátækur en einn ljúgari.

Ótti Drottins stoðar til lífsins og mun saddur verða svo ekkert mun hann illt heimsækja.

Latur maður stingur hendinni í barminn og kann hana ekki að [ munninum að bera. [

Ef maður slær hinn háðgjarna þá forðast hinn bernski en ef þú hirtir skynsaman mann þá verður hann hygginn.

Hver föðurinn ónáðar og burtrekur móðurina, hann er eitt skammarlegt og bölvað barn. [

Hættu, son minn, að hlýða þeim aga sem frá leiðir skynsamlegum lærdómi.

Einn ljúgvottur spottar réttinn og ómildra manna munnur gleypir óréttinn.

[ Háðgjörnum mönnum eru hefndir reiðubúnar og högg á hrygginn heimskra manna.