S. Páls pistill

til Tessalonia

I.

Páll og Silvanus og Tímóteus

þeim safnaði til Tessalonia í Guði föður og Drottni Jesú Christo: [

Náð sé með yður og friður af Guði vorum föður og Drottni Jesú Christo.

Vér þökkum Guði alla tíma fyrir yður alla og þenkjum yður óaflátanlega í vorum bænum, hugleiðandi yðar verk í trúnni og yðvart erfiði í kærleikanum og yðra þolinmæði í voninni, hver að er vor Drottinn Jesús Christus, fyrir Guði vorum föður. Því, kærir bræður, af Guði elskaðir, vér vitum það þér eruð útvaldir. Því að vort evangelium var hjá yður eigi alleinasta í orðinu heldur hvorttveggja í krafti og helgum anda og í nærsta mikilli fullvissu svo sem að þér vitið hvílíkir vér vorum meðal yðar fyrir yðar skuld.

Og þér eruð vorir eftirfylgjendur vorðnir og Drottins og hafið orðið meðtekið í miklum mótgangi meður fögnuði í helgum anda so að þér eruð fyrirmynd vorðnir allra trúaðra í Macedonia og Achaia. Því að af yður er orð Drottins víðfrægt vorðið, eigi alleinasta í Macedonia og Achaia heldur í allar álfur er yðar trú til Guðs útdreift so að eigi er þörf yður nokkuð að segja því að þeir sjálfir kunngjöra af yður hvað vér höfum fyrir inngang haft til yðar og hvernin þér eruð umsnúnir til Guðs í frá skúrgoðum til að þjóna lifanda og sannarlegum Guði og að bíða eftir hans syni af himnum hvern hann uppvakti af dauða, Jesú, sá oss hefur frelsað af tilkomandi reiði.