XXVI.

Og Davíð og hershöfðingjarnir fráskildu til embættisþjónustunnar sonu Assaf, Heman og Jedítún, þá spámenn, með hörpur, psallterium og cimbalis, og þeir voru taldir til gjörningsþjónustu eftir sínu embætti. [ Á meðal sona Assaf var Sakúr, Jósef, Netanja, Assarela, synir Assaf undir hendi Assaf, hver að spáði hjá kónginum. [ Af Jedítún. [ Synir Jedítún voru Gedalja, Sórí, Jesaja, Hasabía, Matitja, þessir sex voru undir þeirra föður Jedítún með sínum hörpum sem spáðu, þakkandi og lofandi Drottin. Af Heman. [ Synir Heman voru Búkía, Matanja, Úsíel, Sebúel, Jerímót, Hananja, Hananí, Elíata, Gidaltí, Rómamtí Eser, Jasbekasa, Mallótí, Hótír og Maesíót. Þessir allir voru synir Heman, kóngsins sjáanda, í Guðs orði að upphefja hornið. [ Því að Guð hafði gefið Heman fjórtán syni og þrjár dætur.

Þessir allir voru undir hendi sinna feðra, Assaf, Jedítún og Heman, að syngja í Drottins húsi með cymbalis, psalterio og hörpum eftir embættisgjörðinni í húsi Drottins hjá kónginum. Og þeirra tala og þeirra bræðra sem menntir voru í söngnum Drottins, allir saman meistarar, voru að tölu tvö hundruð átta og áttatígi. Og þeir köstuðu hluti um þeirra embætti, so fyrir þá hinu minnstu sem fyrir þá hina helstu, fyrir þá hina lærðu líka sem fyrir lærisveinana.

Og inn fyrsti hlutur féll yfir Jósef sem var af Assaf, sá annar yfir Gedalja og hans bræður og syni og þeir voru tólf, en þriðji yfir Sakúr og yfir hans syni og bræður og þeir voru tólf, en fjórði yfir Jesrí og hans syni og bræður og þeir voru tólf, en fimmti yfir Netanja og yfir hans syni og bræður og þeir voru tólf, en sjötti yfir Búkía, hans syni og bræður, og þeir voru tólf, en sjöundi yfir Jesreela, hans syni og bræður, og þeir voru tólf, en áttundi yfir Jesaja, hans syni og bræður, og þeir voru tólf, en níundi yfir Matanja, hans syni og bræður, og þeir voru tólf, en tíundi yfir Símeí, hans syni og bræður, og þeir voru tólf, en tólfti yfir Hasabía, hans syni og bræður, og þeir voru tólf, en þrettándi yfir Súbael, hans syni og bræður, og þeir voru tólf, en fjórtándi yfir Matitja, hans syni og bræður, og þeir voru tólf, en fimmtándi yfir Jeremót, hans syni og bræður, og þeir voru tólf, en sextándi yfir Ananja, hans syni og bræður, og þeir voru tólf, en seytjándi yfir Jasbekasa, hans syni og bræður, og þeir voru tólf, en átjándi yfir Hananí, hans syni og bræður, og þeir voru tólf, en nítjándi yfir Mallótí, hans syni og bræður, og þeir voru tólf, en tuttugasti yfir Elíata, hans syni og bræður, og þeir voru tólf, en fyrsti og tuttugasti yfir Hótír, hans syni og bræður, og þeir voru tólf, en annar og tuttugasti yfir Gidaltí, hans syni og bræður, og þeir voru tólf, en þriðji og tuttugasti yfir Mahesíót, hans syni og bræður, og þeir voru tólf, en fjórði og tuttugasti yfir Rómamtíeser, hans syni og bræður, og þeir voru tólf. [