Jakob sendi menn undan fyrir sér til móts við Esaú bróður sinn í landið Seír í því héraði Edóm. Og hann bauð þeim og sagði: „Segið so mínum herra Esaú: Þinn þénari Jakob lætur segja þér: Eg hefi til þessa dags verið utanlands með Laban. Eg hefi nú uxa og asna, sauði, þræla og ambáttir, og sendi eg nú til fundar við þig að eg vildi kunngjöra þetta mínum herra so eg mætta finna náð fyrir þínu augliti.“

Sendimenn komu aftur til Jakobs og sögðu: „Vér komum til þíns bróður Esaú, hann fer í móti þér með fjögur hundruð manns.“ Þá óttaðist Jakob harla mjög og varð mjög hryggur. Og hann skipti í tvo staði föruneyti sínu og nautum og sauðum og úlföldum og sagði: „Ef Esaú kemur til eins flokksins og drepur hann þá má sá annar flokkurinn komast undan.“ Og enn sagði Jakob:

„Drottinn míns föðurs Abrahams Guð og míns föðurs Ísaks Guð, þú sem hefur sagt til mín: Far aftur í þitt fósturland og til þinnar ættar. [ Eg vil gjöra þér gott.

Minni er eg allri þeirri miskunn og öllum þeim sannleika sem þú hefur veitt þínum þénara (því eg hafða ekki meir en þennan staf þá eg fór yfir um þessa Jórdan, en nú kem eg aftur með tvenna flokka). [ Frelsa mig frá míns bróðurs hendi, frá hendi Esaú, því eg hræðunst fyrir honum að hann muni koma og slá mig, mæðurnar og so börnin. Þú hefur sagt: Eg vil veita þér velgjörninga og gjöra þitt sæði so sem sjóarsand hver að ekki verður talinn fyrir fjölda sakir.“

Jakob var þar um nóttina og tók af því sem hann hafði hjá sér gáfur til handa sínum bróður Esaú, sem var tvö hundruð geitur, tuttugu kjarnhafrar, tvö hundruð ásauðar, tuttugu hrútar og þrjátíu úlfaldar með fylum, fjörutígi kýr og tíu tarfar, tuttugu ösnur með tíu fylum. Og hann fékk þetta í hendur sínum þénurum, já hverja hjörð sér í lagi og sagði til þeirra: „Farið undan mér og látið vera bil í millum hjarðanna.“ Og hann bauð þeim fyrsta og sagði: „Þegar að minn bróðir Esaú mætir þér og spyr: Hverjum heyrir þú til? Og hvert vilt þú fara? Eða hver á þetta sem þú rekur undan þér? Þá skalt þú segja: Þetta heyrir til þínum þénara Jakob og hann sendir sínum herra Esaú þetta til einnrar gáfu og hann kemur hér sjálfur eftir oss.“ Líka so skipaði hann hinum öðrum og so þeim þriðja og so öllum þeim sem fylgdu hjörðunni og sagði: „Þér skuluð segja til Esaú þá þér mætið honum so sem eg hefi boðið yður. Segið og einnin so: Sjá, þinn þénari Jakob fer hér eftir oss.“ Því hann þenkti: „Eg vil blíðka hans auglit með þessum gáfum sem fara undan mér, þar eftir vil eg sjá hann, ske má að hann taki í móti mér blíðlega.“

So fóru gáfurnar undan honum. En hann var þá sömu nótt hjá herbúðunum. Og hann stóð upp um nóttina og tók báðar sínar eiginkonur og þær tvær ambáttir og sína ellefu sonu og fór yfir um vaðið Jabok. Og þegar yfir um voru komnir allir fjárhlutir Jakobs varð hann eftir alleina.

Og maður nokkur [ fékkst við hann allt til þess að dagur var. Og sem hann sá að hann gat ekki yfirunnið hann tók hann á aflsinum hans lærs og strax hrörnuðu aflsinar í læri Jakobs í því þá hann fékkst við hann. Og hann sagði: „Lát mig lausan því nú rennur upp dagsbrún.“ Hann svaraði: „Ekki mun eg láta þig lausan nema þú blessir mig.“ Hann sagði: „Hvað heitir þú?“ Hann svaraði: „Jakob.“ Hann sagði: „Eigi skaltu lengur kallast Jakob heldur [ Ísrael. Því að þú varst styrkur í gegn Guði og manni og fékkst sigur.“

Og Jakob spurði hann að og sagði: „Seg þú mér, hvað heitir þú?“ Hann svaraði: „Því spyr þú eftir mínu heiti?“ Og hann blessaði hann í þeim sama stað. Og Jakob kallaði þann stað [ Pníel: „Því að eg hefi séð Guð frá andliti til andlits og mín önd er heil.“ Og er hann kom yfir um frá Pníel þá rann sól upp. Og hann var haltur í lærinu. Þar fyrir eta ekki Ísraels synir aflsinar (úr kvikindum) allt til þessa dags, því þá hrörnuðu aflsinar í læri Jakobs.