X.

Akab átti sjötígi sonu í Samaria. [ Og Jehú skrifaði bréf og sendi í Samariam til þeirra yppurstu af þeim stað Jesreel og til þeirra elstu og til þeirra sem fóstruðu sonu Akab, svo látandi: „Þá þessi bréf koma til yðar, þér sem hafið yðars herra sonu hjá yður, vagna víghesta, sterkar borgir og vopnabúnað, þá sjáið yður um hver yður líst best fallinn af sonum yðar herra, þá setjið hann í tignarsæti hans föðurs og stríðið svo fyrir yðars herra húsi.“

En þeir urðu mjög óttaslegnir og sögðu: „Sjá, tveir kóngar gátu ekki staðið á móti honum. Hvað munum vér þá mega standa honum í móti?“ Og þeir sem voru settir yfir húsið og yfir borgina og þeir elstu og þeir sem fóstruðu sonu Akab sendu aftur til Jehú og létu segja honum: „Vér erum þínir þjónar, vér viljum gjöra hvað helst sem þú segir oss. Öngvan viljum vér til kóngs setja. Gjör hvað best líkar þér.“

Eftir þetta skrifaði hann annað bréf til þeirra, svo látanda: „Svo framt sem þér eruð mínir og vilji þér hlýða mínum orðum þá hálshöggvið alla sonu yðars herra og færið mér þeirra höfuð á morgun um þetta mund til Jesreel.“ [ En kóngsins synir voru sjötígir og þeir inu yppustu í staðnum fóstruðu þá upp. Nú sem bréfið kom til þeirra þá tóku þeir strax kóngsins syni og drápu í einu sjötígi menn og lögðu þeirra höfuð í karfir og sendu þau til hans í Jesreel. Og sem sendimaður kom undirvísaði hann honum og sagði að kóngsins sona höfuð væri komin. Hann svaraði: „Leggið þau í tvær hrúgur fyrir portdyrum til morguns.“

En sem hann gekk út um morguninn gekk hann þangað og sagði til alls fólksins: „Þér eruð réttlátir. Sjá, hafi eg gjört uppreist í móti mínum herra og drepið hann, hver hefur þá slegið alla þessa í hel? So sjáið nú að þar er ekki neitt af Drottins orði fallið á jörð sem Drottinn talaði á móti Akabs húsi og Drottinn hefur gjört so sem hann talaði fyrir sinn þjón Eliam.“ [ Svo sló Jehú þá alla í hel þá sem eftirlifðu af Akabs húsi í Jesreel, alla hans gæðinga og alla hans frændur og hans presta, so lengi að þar varð ekki einn eftir.

Og hann tók sig upp og fór af stað og kom til Samariam. Þar var eitt fjárhús á veginum. Þar fann Jehú Ahasía Júdakóngs bræður og sagði: „Hverjir eru þér?“ Þeir svöruðu: „Vér erum Ahasie bræður og viljum nú fara ofan að heilsa sonum kóngs og drottningarinnar.“ Og hann sagði: „Handtakið þá lifandi.“ Og þeir tóku þá lifandi og drápu þá hjá þeim brunni sem stóð hjá fjárhúsinu, tvo menn hins fimmtatigar, og þar lifði ekki einn eftir af þeim. [

En sem hann ferðaðist þaðan fann hann Jónadab son Rekab hver eð mætti honum og hann heilsaði honum og sagði til hans: [ „Er þitt hjarta rétt so sem mitt hjarta er með þínu hjarta?“ Jónadab svaraði: „Já.“ Hann mælti: „Sé það so, þá gef mér þína hönd.“ Og hann rétti honum höndina. Og hann tók han til sín og lét hann setjast upp hjá sér í vagninn og sagði: „Far með mér og sjá kapp míns vandlætis vegna Drottins.“ Og þeir fluttu hann með honum á hans eigin vagni. En sem hann kom í Samariam þá sló hann þá alla í hel sem þar voru og eftirlifðu af Akabs hyski, allt þar til þar var ekki eitt mannsbarn eftir eftir þeim orðum sem Drottinn sagði til Eliam.

Og Jehú samansafnaði öllu fólkinu og lét segja til þeirra: [ „Akab dýrkaði Baal lítt, Jehú vill þjóna honum betur. Þar fyrir látið nú kalla saman hingað til mín alla Baals spámenn, alla hans þénara og alla hans presta svo að ei verði einn eftir. Því að eg hefi mikið offur að fórnfæra Baal. En sá sem ekki kemur hann skal missa lífið.“ En Jehú gjörði þetta til klókleika svo að hann fengi eyðilagt alla Baals þénara. Og Jehú sagði: „Helgið Baal þessa hátíð.“ Og þeir kölluðu þá saman. Og Jehú sendi til allra Ísraelíta og lét alla Baals þénara koma svo að þar sat ekki einn eftir sem ekki kom. Og þeir komu í Baals hof svo að húsið varð fullt sem mest mátti inni vera.

Þá sagði hann til þeirra sem að settir voru fyrir skrúðahúsin: „Berið fram [ klæði handa öllum Baals þénurum.“ Og þeir báru út klæðin. Þá gekk Jehú inn í Baals kirkju með Jónadab syni Rekab og sagði til hans: „Rannsakið og sjáið til að hér sé enginn þénari Drottins á meðal yðar heldur alleinasta Baals þénarar.“ En sem þeir komu inn að færa offur og brennifórnir þá setti Jehú áttatígir menn fyrir utan dyrnar og sagði: „Ef þér látið nokkurn af þeim mönnum undan komast sem eg gef nú undir yðar hendur þá skal þess sama líf vera í veði fyrir hann sem í burtu sleppur.“

En sem lokið var að fórnfæra þá sagði Jehú til sinna höfðingja og stríðsmanna: [ „Farið nú inn og drepið þá alla saman og látið öngvan komast út.“ Og þeir slógu þá alla með sverðseggjum og riddararnir og kapparnir köstuðu þeim burt. Og þeir gengu til Baals kirkju borgar og niðurbrutu og útbáru skúrgoðin af Baals kirkju og uppbrenndu þau. [ Og þeir brutu í sundur Baals skúrgoð með Baals hofi og gjörðu eitt heimgligt náðhús þar af allt til þessa dags. Svo eyðilagði Jehú Baal af Ísrael. En Jehú lét ekki af Jeróbóams syndum sonar Nabat hver að Ísrael kom til að syndgast með þeim gullkálfum sem að stóðu í Betel og Dan. [

Og Drottinn sagði til Jehú: „Sökum þess að þú hefur svo mikla stund lágt á að gjöra það sem mér hefur vel líkað og þú gjörðir í mót Akabs húsi allt það sem í mínu hjarta bjó þá skulu þínir synir sitja á Ísraels stóli inn til fjórða liðs.“ En það geymdi Jehú ekki að hann varðveitti að ganga í Drottins Ísraels lögmáli af öllu sínu hjarta því hann linnti ekki af Jeróbóams syndum sem kom Ísrael til að syndgast.

Á þeim sama tíma tók Drottinn til að láta sér leiðast Ísrael. [ Því Hasael sló þá í öllum Israelis landsálfum frá Jórdan mót sólarinnar uppkomu og allt land Gíleað, Gað, Rúben og Manasse, frá Aróer sem liggur hjá Arnonlæk og Gíleað og Basan.

En hvað meira er að segja af Jehú og allt það hann hefur gjört og öll hans magt, sjá, það er skrifað í Ísraelskónga kroníku. Og Jehú sofnaði með sínum feðrum og þeir jörðuðu hann í Samaria. Og Jóakas hans son varð kóngur í hans stað. En sá tími sem Jehú ríkti yfir Ísrael í Samaria voru átta og tuttugu ár. [