XLVII.

Þetta er það orð Drottins sem skeði til prophetans Jeremia á móti Philisteis áður en það faraó sló Gasan. [ So segir Drottinn: Sjá þú, þar kemur vatn upp af norðrinu sem gjöra skal eitt flóð það sem í burt taka skal bæði landið og allt það sem þar er inni, bæði staðina og þá sem í þeim búa so það allt fólkið í landinu skal stynja hátt og allir innbyggjarar í landinu skulu bera sig lítt og gráta fyrir þeim gný þeirra sterkra víghesta sem þar fram bruna og fyrir buldran þeirra vagna og óhljóðum hjólanna so þeir feðurnir skulu eigi líta um kring sig eftir börnunum, so hræddir skulu þeir vera fyrir þeim deginum sem kemur til að foreyða öllum Philisteis og að uppræta Tyrum og Zidon með þeim öðrum þeirra hjálparmönnum.

Því að Drottinn mun niðurbrjóta þá Philisteis sem eftir eru orðnir af þeim í eyjunum Kaftór, Gasa skal sköllótt verða og Askalon fordjörfuð með þeim sem eftir eru orðnir í þeirra dölum. Ó þú sverð Drottins, hversu lengi þá særir þú? Nær viltu þessu linna? Far þú aftur í þínar slíðrir og hvíl þig og vert kyrr. En hvernin kanntu af að láta með því að Drottinn hefur skipað þér á móti Askalon og sett þig á móti þeim höfnunum sjávarhafsins.