X.

Og eg sá annan engil af himnum ofan koma. [ Hann var skýi umklæddur og regnbogi á hans höfði og hans andlit var sem sól og hans fætur líka sem eldsstólpar. Og hann hafði í sinni hendi litla bók opna. Og hann setti sinn hægra fót á sjóinn og hinn vinstra á jörðina og hann kallaði hárri rödd, líka sem það león grenjar. Og þá hann kallaði töluðu sjö reiðarþrumur sínar raustir. Og þá þær sjö reiðarþrumur höfðu talað sínar raustir vilda eg hafa skrifað þær. Þá heyrða eg rödd af himni segja til mín: „Merk þú hvað þær sjö reiðarþrumur hafa talað og skrifa það ekki.“

Og engillinn, hvern eg sá standa á sjónum og á jörðunni, hóf upp sína hönd til himins og svór við þann lifanda um aldir að eilífu, hver himininn hefur skapað og hvað þar inni er og jörðina og hvað þar inni er og sjóinn og hvað þar inni er, það héðan í frá engin tíð meir vera skal heldur á dögum raddar þess sjöunda engils, nær hann mun básúna, þá skal fullkomnaður verða leyndur dómur Guðs, so sem kunngjörði hann sínum þjónum og spámönnum.

Og eg heyrða rödd af himni enn aftur við mig tala og segja: „Gakk héðan, tak þann opna bækling af hendi engilsins sem á sjónum og á jörðunni stendur.“ Og eg gekk burt til engilsins og sagða: „Gef mér bæklinginn.“ [ Og hann sagði til mín: „Tak hann í burt og svelg hann og mun hann reyna þinn kvið en í þínum munni mun hann sætur vera sem hunang.“ Og eg tók bæklinginn af hendi engilsins og svelgdi hann. Og hann var sætur í mínum munni sem hunang. Og þá eg hafða svelgt hann beiskvaðist kviður minn og hann sagði til mín: „Þú hlýtur enn að spá heiðnum þjóðum, fólki og tungumálum og mörgum konungum.“

Og mér varð gefinn reyrleggur, líka sem stafur, og sagði: „Statt upp og mæl musteri Guðs og altarið og þá sem þar inni tilbiðja. En þann hinn innsta kór musterisins kasta þú út og mæl hann eigi því að hann er heiðingjum gefinn og hina heilögu borg munu þeir fótum troða tvo og fjörutígi mánuði.