XXXI.

Philistei héldu bardaga við Ísrael og Ísraelsmenn flýðu, féllu og voru slegnir á fjallinu Gilbóa. [ Og Philistei sóttu sem ákafast að Saul og hans sonum og slógu Jónatan og Abínadab og Malkísúa syni Saul. Sneri þá bardaga á sjálfan Saul og bogmennirnir skutu fastlega á hann með sínum bogum so að stór sár bárust á Saul af þeirra skotum.

Þá sagði Saul til síns skjaldsveins: „Bregð þínu sverði og legg mig í gegnum svo að þeir óumskornu komi ekki að repa mig með hæðilegum dauða.“ [ En hans skjaldsveinn vildi ekki. Þá tók Saul sjálfur sverðið og lét fallast þar á. En sem hans skjaldsveinn sá að Saul var dauður féll hann og svo á sitt sverð og dó með honum. Svo lét Saul líf sitt og hans þrír synir og svo hans skjaldsveinn og svo líka allir hans menn á þeim sama degi.

En sem Ísraelsmenn sem voru hinumegin dalsins og hinumegin Jórdanar sáu flóttann Ísraelsmann og að Saul og hans synir voru fallnir yfirgáfu þeir borgirnar og flúðu en Philistei komu og bjuggu í þeim.

Að öðrum degi komu Philistei að kanna valinn og þeir fundu Saul og hans þrjá syni liggjandi á fjallinu Gilbóa. Og þeir hjuggu höfuðið af Saul og tóku hans herklæði og sendu þau um land Philistinorum og létu lyfta þessu í þeirra afguðahofum og so fyrir öllu fólki. Hans harneski festu þeir upp í hofi Astarót en hans líkama festu þeir á múrvegginn í Betsan.

Þá þeir í Jabes í Gíleað heyrðu það hvað Philister höfðu gjört við Saul tóku sig upp þeir hraustustu menn á meðal þeirra og gengu alla þá nótt og tóku Saul og hans sona líkami af múrnum í Betsan og færðu þá til Jabes og brenndu þá þar. [ Og þeir tóku þeirra bein og jörðuðu þau í skóginum Jabes og föstuðu sjö daga. [

Endir þeirrar fyrstu bókar Samuelis