VI.

Sálmur Davíðs að syngja fyrir upp á átta strengja hljóðfæri

Drottinn, straffa mig ekki í þinni bræði og tyfta mig ekki í þinni grimmdarreiði.

Miskunna þú mér, Drottinn, því að eg em veikur, lækna þú mig, Drottinn, af því að mín bein eru skelfd.

Og mín sála er og næsta mjög hrelld, ó þú Drottinn, hversu lengi?

Snú þú aftur, Drottinn, og hjálpa minni sálu, frelsa þú mig fyrir þinnar miskunnar sakir.

Því að í dauðanum er sá ei neinn að þín minnist, hver er sá í helvíti að þér segi þakkir? [

Eg em mæddur í minni andvarpan, eg [ þvæ um allar nætur mína sæng og í mínum tárum þá væti eg mitt legurúm.

Mín augsýn er döpur af hryggð og tekur að eldast því að eg kvelst á alla vegu. [

Víkið í burt frá mér, allir illgjörðamenn, því að Drottinn hann hefur heyrt minn grát.

Drottinn hann heyrir mína beiðni, Drottinn hann meðtekur mína bæn.

Allir mínir óvinir munu sín skammast og mjög skelfdir verða, um hæl snúast og til skammar verða mjög snarlega.