XXV.

Þá Festus var nú í land kominn fór hann þrim dögum eftir af Cesarea upp til Jerúsalem. [ En fyrir honum tjáðu sig þá kennimannahöfðingjar og formenn Gyðinga í mót Páli, báðu hann og beiddu um liðveislu í móti honum að hann léti kalla hann til Jerúsalem, rekjandi svo sín umsát að þeir gæti honum í hel komið á veginum. Þá svaraði Festus að Páll yrði að sönnu varðveittur í Cesarea en hann mundi þó innan skamms fara þangað aftur. „Því þeir sem yðar á milli“ sagði hann „hafa mátt til, fari þeir líka ofan og áklagi þann mann ef nokkur vansemd finnst með honum.“

En er hann hafði hjá þeim verið enn tíu daga fór hann ofan til Cesaream. Og annars dags eftir setti hann sig á dómstólinn og skipaði Paulum fram að leiða. Og sem hann var framleiddur gengu þeir Gyðingar kringum hann er komnir voru ofan frá Jerúsalem berandi fram margar og þungar sakagiftir í gegn Páli hverjar þeir gátu þó eigi sannað af því að Páll svaraði so fyrir sig það hann hefði ekkert forbrotið, hvorki í mót Gyðingalögum né musterinu og eigi heldur við keisarann. [

Festus vildi þá sýna Gyðingum liðveislu, svaraði Páli og sagði: „Viltu fara upp til Jerúsalem og dæmast þar af mér um þetta?“ En Páll sagði: [ „Eg stend fyrir keisarans dómstól. Þar byrjar mér að dæmast. Því Gyðingum hef eg öngva vansemd gjörva so sem þú sjálfur betur veist. En hafi eg nokkrum mein gjört eða nokkuð það aðhafst sem dauða sé vert þá mæli eg eigi í móti dauða að þola. En ef ekkert finnst þeirra af hverju þeir ákæra mig þá má enginn mig þeim í hendur selja því eg skýt mér fyrir keisarann.“ [ Festus ráðgaðist þá um við ráðið og svaraði: „Fyrir keisaranum hefur þú þér skotið, til keisarans skaltu og fara.“

En er nokkrir dagar voru liðnir fóru þau Agrippa konungur og Bernica ofan til Cesarea að segja Festum velkominn. [ Og er þau höfðu þar marga daga verið skýrði Festus konunginum frá sakargiftum Páls og sagði: „Nokkur mann er hér í fjötrum af Felix eftirlátinn hvers vegna eð prestahöfðingjar og öldungar Gyðinga komu fyrir mig þá eg var til Jerúsalem og báðu að refsing skyldi á hann ganga, hverjum eg svaraði að það væri eigi háttur Rómverja að nokkur maður væri til refsingar seldur fyrr en sá sem klagaðist hefði sína áklagendur nálæga og fái þar með tóm til sig undan að færa þeim lýtum sem honum verða tillögð. En þá þeir komu hér til samans setta eg mig annars dags (án nokkrar dvalar) á dómstólinn og skipaði þann mann fram að leiða á hvern þá áklagararnir komu til báru þeir öngva þá sök fram um þessa hluti hverja eg meinaði heldur höfðu þeir nokkrar spurningar í móti honum um þeirra [ hjátrú og af nokkrum framliðnum Jesú hvern Páll vottar lifa. En eg er undirstóð ei þess háttar spurningar sagði eg hvort hann vildi fara upp til Jerúsalem og dæmast þar um þetta. En þá Páll apelleraði að hann geymdist til keisarans rannsaks bauð eg að varðveita hann þar til eg senda hann til keisarans.“

Þá sagði Agrippa til Festo: [ „Eg vilda og fá að heyra þennan mann.“ Hann sagði: „Á morgin skaltu hann heyra.“ En annars dags þá Agrippa og Bernice komu með miklu skrauti og gengu inn í ráðhúsið með yfirhöfðingjum og höfuðsmönnum borgarinnar. Og er Festus skipaði var Páll framleiddur. Festus sagði: „Agrippa konungur og þér allir góðir menn sem hér eru meður oss, þar sjái þér þann mann af hverjum allar Gyðingasveitir hafa til mín sagt, bæði til Jerúsalem og so hér, og segja það honum byrjar ei lengur að lifa. En þá eg fornam það hann hafði ekkert gjört það dauða væri vert með því að hann sjálfur skaut sér undir keisarann þá hefi eg einsett mér að senda hann þangað, um hvern eg hefi ekkert sannarlegt það eg megi herranum til skrifa. Fyrir því hefi eg og látið leiða hann hér fram fyrir yður og einnamest fyrir yður, Agrippa konungur, so að eg eftir umliðna forheyrslu mætti það fá hvað eg skrifa skyldi. Því það sýnist mér óvitmannlegt að senda nokkurn bandingja og teikna ei upp á hverjar sakir eru til hans kærðar.“