II.

En eg ákalla Guð til vitnis upp á mína sál það eg þyrmda yður í því að eg kom ei aftur til yðar í Corintho. Ekki það vér drottnum yfir yðvari trú heldur erum vér tilhjálpendur yðvars fagnaðar því að þér standið í trúnni. Eg þenkta og með sjálfum mér það að koma eigi aftur til yðar með hryggð. Því ef so er að eg hryggi yður hver er hann þá sá er mig gleður utan einasta sá sem af mér verður hryggur gjör? Og það hið sama skrifaði eg yður so að eg þyrfti eigi hryggur að vera þá eð eg kæma af hverju eg ætta þó glaður að vera. Með því að eg treysti þess til yðar allra það að minn fögnuður sé allra yðar fögnuður. Því að eg skrifaði yður í mikilli hryggð og hjartans trega með mörgum tárum. Eigi það þér skylduð hryggvir verða heldur það þér skylduð kenna þann kærleika sem eg hef sérdeilis til yðar.

En þótt einhver hafi hryggðan uppbyrjað sá hefur ekki mig hryggt heldur einasta í nokkurn máta upp á það að eg þyngda yður eigi alla. En það [ nægir að sá sami er af mörgum so straffaður upp á það þér fyrirgefið honum nú héðan af því framar og huggan veitið so að hann sökkvist ekki í ofmiklan hryggleik. Hvar fyrir að eg beiði yður það þér auðsýnið á honum kærleik. Því fyrir það skrifaði eg yður til það eg kennda yðra raun, hvort að þér væruð hlýðugir í öllum greinum. En hverjum sem þér fyrirgefið nokkuð þeim fyrirgef eg og. Því eg einnin, ef eg fyrirgef nokkrum eitthvað, það fyrirgef eg yðar vegna í Christi stað svo að vér verðum eigi tældir af andskotanum því að oss er eigi óvitanlegt hvað hann hefur í skapi.

En þá er eg kom til Troada að prédika Krists evangelium og mér voru dyr upploknar í Drottni hafða eg eigi hvíld í mínum anda það eg fann ekki Titum minn bróður heldur gjörði eg minn skilnað viður þá og fór burt í Macedoniam. [ En Guði sé þakkir sá alla tíma gefur sigurinn í Christo og fyrir oss opinberar ilming sinnar kynningar í öllum áttum. Því að vér erum Guði góð ilming í Christo, bæði á meðal þeirra sem hjálpast og meðal þeirra sem fortapaðir verða, þessum ilmur dauðans til dauða en hinum ilmur lífsins til lífs. Og hver er hæfilegur til þessa? Því að vér erum ekki so sem margir aðrir þeir eð Guðs orð selja heldur svo sem af skærleika og so sem af Guði tölum vér fyrir Guðs augliti í Christo.