CV.

Þakki þér Drottni og prédikið hans nafn, viðfrægið hans verk á meðal fólksins. [

Syngið af honum og lofið hann, segið út af öllum hans dásemdum.

Hrósið hans heilaga nafni, hjartað þeirra sem Drottni leita það gleðji sig.

Spyrjið eftir Drottni og eftir hans styrk, leitið hans andlits alla tíma.

Minnist hans dásemdarverka þau eð hann hefur gjört, hans stórmerkja og hans orðs,

þér sæðið Abrahams, hans þjónustumanns, þér synir Jakobs, þess hins útvalda.

Hann er Drottinn vor Guð, hann dæmir út í allri veröld.

Hann minnist síns sáttmála eilíflega, þess orðsins sem hann hefur fyrirheitið í marga þúsund liðu,

það hann hefur bundið við Abraham og síns eiðs við Ísak. [

Og hann setti Jakob það sama fyrir boðorð og Ísrael til eilífs sáttmála

og sagði: „Þér vil eg gefa landið Kanaan, hlutskipti yðar arfleifðar“

þá eð þeir voru fáir að tölu og ei margir og framandi þar inni.

Og þeir fóru í frá einni þjóð til annarrar, úr öðru ríkinu til eins annars fólks.

Öngvan mann lét hann þeim skaða gjöra og kóngana þá straffaði hann þeirra vegna. [

„Snertið ekki mína þá hina smurðu og gjörið mínum prophetum öngva meinsemd.“

Og hann lét hallærið koma yfir landið og í burtsvipti öllum tilföngum fæðslunnar. [

Hann sendi einn mann undan þeim, Jósef var seldur út í þrældóm. [

Þeir þvinguðu hans fætur í fjötrum, hans líkami hlaut í járnum að liggja. [

Allt þangað til að hans orð það kom fram og ræða Drottins gagnhreinsaði hann.

Þá sendi kóngurinn út og lét láta hann lausan, höfðinginn fólksins skipaði hann út að láta. [

Hann setti hann herra yfir sitt hús og höfðingja yfir allar sínar eignir

svo það hann menntaði hans höfðingja eftir sinni speki og vísdóm kenndi hans öldungum.

Og Ísrael fór í Egyptaland og Jakob varð einn framandi mann í landinu Kam. [

Og hann lét sitt fólk aukast mjög og gjörði þá megtugri en þeirra óvini. [

Hann umsneri hjörtum hinna annarra so að þeir höfðu hans fólk að hatri og þenktu sér með slægð hans þénara niður að kefja.

Hann sendi sinn þjón Moysen, Aron þann eð hann útvaldi.

Þeir hinir sömu gjörðu hans teikn á meðal þeirra og hans stórmerki í landinu Kam. [

Hann sendi myrkurin og lét dimmt verða og þeir [ voru ekki óhlýðugir hans orðum. [

Hann sneri vötnum þeirra í blóð og drap so þeirra fiska.

Þeirra land útleiddi pöddur af sér, inn í þau hinu innstu herbergi þeirra konunga.

Hann sagði, þá komu ilskuormar og lýs í allar þeirrar landsálfur. [

Hann gaf þeim hagl fyrir regn, eldsloga út í þeirra land [

og sló þeirra vínvið og fíknatré og í sundurbraut öll aldintré í þeirra takmörkum.

Hann sagði, þá komu engisprettur og grasmaðkar ótal [

og þeir átu upp allt gras í þeirra landi og þeir átu upp allan ávöxt á þeirra akurlöndum.

Og hann sló allan frumgetnað á Egyptalandi, alla þeirra fyrstu erfingja. [

Og hann útleiddi þá með gulli og silfri og í bland þeirra slektis var enginn vanfær.

Egyptaland gladdist við að þeir útfóru því að hræðslan af þeim til var yfir þá dottin.

Hann breiddi út skýið til að skýla þeim og eldinn á nóttinni til að lýsa þeim. [

Þeir beiddu, þá lét hann [ coturnices koma og hann saddi þá með himnabrauði.

Hann opnaði hellubjargið, þá rann vatn út þaðan so að þar runnu lækir í þurrlendri eyðimörku. [

Því að hann minntist á sitt heilaga orð sem hann hafði talað til Abrahams síns þjónustumanns.

Þannin útleiddi hann sitt fólk með fagnaði og sína útvalda með gleði

og gaf þeim löndin heiðingjanna so það þeir eignuðust auðæfin þjóðanna [

upp á það að þeir skyldi halda hans réttlætingar og varðveita hans lögmál. Halelúja.